Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 89
sínum, þegar hann lét af sjóferðum. Var Guðmundur Guð-
mundsson talinn sérlega farsæll skipstjórnandi. Hefi ég um það
orð föður míns, Valgeirs Jónssonar í Norðurfirði, sem var háseti á
Finnbogastaðaskipinu frá því hann var ungur maður, þar til út-
gerð þess var hætt. Var faðir minn vel dómbær um það og sann-
orður. Eftir lát Guðmundar tók Þorsteinn sonur þeirra hjóna við
búinu og var Þuríður þá á heimili hans og tengdadóttur sinnar,
Pálínu Þórólfsdóttur til æviloka. Þuríður var alla tíð heilsugóð og
hélt óskertum sálarkröftum til síðasta dags. Hún dó í svefni 17. júlí
1958, þá níutíu og þriggja ára að aldri.
Börn hennar og aðstandendur sýndu henni ávallt mikinn sóma.
Meðal annars héldu þau upp á afmæli hennar með stórveislu, er
hún varð 85 ára og svo aftur þegar hún varð níræð.
Þeim fækkar nú óðum, sem muna þá hátíðisdaga í lífi hennar.
Þar voru nágrannar og aðrir sveitungar saman komnir til að
heiðra hana og þakka henni samfylgdina. Þeim, sem sátu þá
fagnaðarfundi, munu þeir seint úr minni líða, og hvað Þuríður
kom gestum sínum á óvart, er hún með látlausri tign skýrði frá
liðnum atburðum úr ævi sinni og hvernig úr öllu rættist jafnan
með farsælum hætti og er hér einkum átt við 85 ára afmælið.
Saga Þuríðar
Þegar níræðisafmæli Þuríðar var haldið hátíðlegt stóð svo á, að
vegna veikinda gat ég ekki verið meðal þeirra, sem heimsóttu
hana. Leið svo nokkur tími þar til mér batnaði og ég gerði mér
ferð til gömlu konunnar. Fagnaði hún mér vel en ég færði henni
þakkir rnínar og heillaóskir í fátæklegum orðum þó seint væru
fram komnar.------
Eftir að hafa drukkið „afmæliskaffið“ hjá henni og við spjallað
saman um stund tekur hún mig afsíðis inn í herbergi sitt þar sem
við vorurn tvö saman. Segir hún þá við mig:
„Jæja, Guðmundur minn. Þú gast ekki komið í afmælið mitt um
daginn. Eg veit hvaða orsakir lágu til þess. Eg saknaði þess, að þú
skyldir ekki geta kornið. Mér þykir vænt um komu þína nú. En þar
sem við erum nú tvö ein, þá langar mig að segja þér frá atviki, sem
87