Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 68
málað þar mynd af fjalli þarna í nágrenninu, sem heimafólki
sýndist vera þokkalega gerð miðað við það að hún var máluð
innan húss og eftir minni. Aðrir, sem síðar höfðu kynni af Gauja
kannast ekki við að hafa orðið varir við þennan hæfileika í fari
hans en viðurkenna hins vegar að hann hafi verið bókhneigður
alla tíð. Um feril Guðjóns næstu árin er, eins og fyrr segir, lítið
vitað, hvort hann hefur þá þegar hafið langferðir milli byggða eða
látið sér nægja nágrannabæina. En hann var ekki lengur ungi
maðurinn, sem fólk hafði séð í Drangavík fara höndum um fáséð-
ar bækur, heldur niðurbrotinn og aumkunarverður umrenning-
ur, sem hafnaði viðteknum venjum fólks. Síðar var honum komið
í vist hjá Eiríki Guðmundssyni bónda á Dröngum, sem þar bjó í
áratugi og flestir í sveitinni þekktu af stórhug og dugnaði. Ekki er
hægt að segja að Gauji hafi að þessu sinni farið langt frá átthögun-
um þar sem Drangar eru næsti bær við Drangavík. Á Dröngum
vann Gauji flest hin venjulegu sveitastörf, eins og þau horfðu við
mönnum á þeirn árum og þótti víst allvel nothæfur til þeirra verka.
Skapsmunir hans gagnvart þeim sem þurftu að vinna með honum
munu þó stundum hafa gert mönnurn erfitt fyrir. Það var ekki á
allra færi að umgangast hann þegar sá gállinn var á honum. Það
henti því stundum að beita varð hann allt að því hörðu til þess að fá
hann ofan af furðulegum fyrirætlunum sínum. auk þess var það
þreytandi fyrir húsbændur hans að mega helst aldrei af honum
líta. Hann átti það til að hverfa af bænum hvenær sem hann sá sér
færi á því og hvernig sem á stóð, lagði þá land undir fót, gekk
jafnvel fleiri dagleiðir samfleytt milli fjarlægustu staða matarlaus
og misjafnlega búinn, bæði að fatnaði og til fótanna. Hann gaf sér
af augljósum ástæðum aldrei tíma til að undirbúa þessi ferðalög
sín enda sennilega oftast farin í einhverju ósjálfræði manns, sem
lítinn hemil hafði á ákvörðunum sínum eða athöfnum, átti í stöð-
ugurn eltingarleik við eitthvað sem aldrei gat ræst, barðist við
vindmyllur eins og Donkíkóti, eða kannski fyrst og frenrst við sína
eigin óhamingju. Hann þrammaði yfir Drangajökul vestur að
Isafjarðardjúpi lrvað eftir annað og alla leið út að Horni kom hann
oftar en einu sinni. Hann gerði þó ekki vart við sig á bæjum fyrr en
sultur fór að sverfa að honum, en leitaði sér skjóls í útihúsum um
66