Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 88
hún leita athvarfs hjá Þorsteini bróður sínum með Þuríði dóttur
sína. Komu þær mæðgur síðan báðar hingað norður á Strandir
alla leið að Kjörvogi í Arneshreppi.
En þegar til kom brugðust Helgu þær vonir, að þær mæðgur
gætu verið samvistum. Ástæður til þess eru mér ókunnar. Og hver
sem orsökin hefur verið réðust málin á þann veg, að Helga kom
Þuríði dóttur sinni fyrir í Árnesi hjá sóknarprestinum séra Svein-
birni Eyjólfssyni og átti Þuríður þar heima öll sín unglingsár
framundir tvítugt. Fullorðin gekk hún að eiga bóndasoninn Guð-
mund Guðmundsson á Finnbogastöðum. Tók hún þá við hús-
móðurstörfum og bjó þar til æviloka. Með Guðmundi eignaðist
hún 9 börn. Af þeim komust 6 til fullorðinsára og urðu merkis-
fólk, sem setti svip á samtíð sína og umhverfi.
Þau sem upp komust voru: Guðmundur Þ. skólastjóri og stofn-
andi heimavistarskólans á Finnbogastöðum, f. 7.6.1892, d.
2.7.1938. Þórarinn bóndi á Sólvangi við Eyrarbakka, f. 21.8.1893,
d. 24.12.1989. Guðfmna á Finnbogastöðum, f. 18.10.1895, d.
8.5.1991. Karítas Engilráð á Finnbogastöðum og Akureyri, f.
5.3.1897, d. 22.1.1990. Guðrún Melstað á Akureyri, f. 17.10.1902,
d. 2.8.1993. Þorsteinn bóndi á Finnbogastöðum, f. 21.3.1905, d.
31.1.1982.
Þuríður Eiríksdóttir barst ekki á í neinu og lét ekki mikið yfir
sér. Hún var jafnlynd og góðlynd og umhyggjusöm bæði sínu
fólki og öðrum, sem bjuggu í nágrenni hennar. Hún var létt á fæti
og í öllum hreyfingum og hélt þeim eiginleikum í hárri elli allt til
síðustu stundar. Ennfremur bjó hún yfir dulrænum hæfileikum,
þótt það væri á fárra vitorði, enda hélt hún því ekki á lofti. Öllum,
sem kynntust henni, þótti vænt um hana og mannheilla naut hún í
ríkum mæli.
Árin liðu. Guðmund mann sinn missti Þuríður vorið 1942.
Hann hafði verið í forustusveit sinna sveitunga um öll félagsleg
málefni frá því hann var tiltölulega ungur maður, og formaður á
Finnbogastaðaskipinu, áttæring, sem faðir hans hafði smíðað og
þeir feðgar áttu í félagi. Var það í minna lagi af þeim skipum, sem
áttæringar voru kölluð, en einstaklega gott sjóskip. Var því haldið
til hákarlaveiða og tók Guðmundur við formennsku af föður