Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 88

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 88
hún leita athvarfs hjá Þorsteini bróður sínum með Þuríði dóttur sína. Komu þær mæðgur síðan báðar hingað norður á Strandir alla leið að Kjörvogi í Arneshreppi. En þegar til kom brugðust Helgu þær vonir, að þær mæðgur gætu verið samvistum. Ástæður til þess eru mér ókunnar. Og hver sem orsökin hefur verið réðust málin á þann veg, að Helga kom Þuríði dóttur sinni fyrir í Árnesi hjá sóknarprestinum séra Svein- birni Eyjólfssyni og átti Þuríður þar heima öll sín unglingsár framundir tvítugt. Fullorðin gekk hún að eiga bóndasoninn Guð- mund Guðmundsson á Finnbogastöðum. Tók hún þá við hús- móðurstörfum og bjó þar til æviloka. Með Guðmundi eignaðist hún 9 börn. Af þeim komust 6 til fullorðinsára og urðu merkis- fólk, sem setti svip á samtíð sína og umhverfi. Þau sem upp komust voru: Guðmundur Þ. skólastjóri og stofn- andi heimavistarskólans á Finnbogastöðum, f. 7.6.1892, d. 2.7.1938. Þórarinn bóndi á Sólvangi við Eyrarbakka, f. 21.8.1893, d. 24.12.1989. Guðfmna á Finnbogastöðum, f. 18.10.1895, d. 8.5.1991. Karítas Engilráð á Finnbogastöðum og Akureyri, f. 5.3.1897, d. 22.1.1990. Guðrún Melstað á Akureyri, f. 17.10.1902, d. 2.8.1993. Þorsteinn bóndi á Finnbogastöðum, f. 21.3.1905, d. 31.1.1982. Þuríður Eiríksdóttir barst ekki á í neinu og lét ekki mikið yfir sér. Hún var jafnlynd og góðlynd og umhyggjusöm bæði sínu fólki og öðrum, sem bjuggu í nágrenni hennar. Hún var létt á fæti og í öllum hreyfingum og hélt þeim eiginleikum í hárri elli allt til síðustu stundar. Ennfremur bjó hún yfir dulrænum hæfileikum, þótt það væri á fárra vitorði, enda hélt hún því ekki á lofti. Öllum, sem kynntust henni, þótti vænt um hana og mannheilla naut hún í ríkum mæli. Árin liðu. Guðmund mann sinn missti Þuríður vorið 1942. Hann hafði verið í forustusveit sinna sveitunga um öll félagsleg málefni frá því hann var tiltölulega ungur maður, og formaður á Finnbogastaðaskipinu, áttæring, sem faðir hans hafði smíðað og þeir feðgar áttu í félagi. Var það í minna lagi af þeim skipum, sem áttæringar voru kölluð, en einstaklega gott sjóskip. Var því haldið til hákarlaveiða og tók Guðmundur við formennsku af föður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.