Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 40
en á hverju heimili 5,7. Flest fólk hefur verið í Þorpum 11 manns.
Jarðardýrleiki er talinn 204 hundruð. Tröllatunga er ekki met-
in, sögð Beneficum [sjá Stað í Steingrímsfirði]. Hæst er Heydalsá
metin á 30 hundruð.
Bústofn Tröllatunguhreppsbænda er talinn: 44 kýr, 1 naut, 4
kvígur, 66 vetrunar og 10 kálfar, alls 65 nautgripir; 607 ær, 67
sauðir, 232 veturgemlingar og 560 lömb, sauðfé alls 1.466; 16
hestar, 24 hryssur, 4 folar, 3 tryppi og 4 folöld, hross alls 51. Að
meðaltali á heimili er því 2,6 kýr (3,8 nautgripir), 35,7 ær, 3,9
sauðir, 13,6 veturgemlingur og 32,9 lömb (sauðfé 86,2) og 3,0
hross. Stærsta búið er að Þorpum: 6 kýr, 82 ær, 20 sauðir, 40
veturgemlingar, 84 lömb og 7 hross.
í Tröllatunguhreppi var talið að jarðirnar bæru („kann fóðr-
ast“) 41 nautgrip, 692 sauðfé og 25 hesta.
Bitruhreppur, síðar skipt í Fellshrepp og Bitruhrepp, hefur
náð frá Hlíð í Kollafirði (að þeim bæ meðtöldum) að Stikuhálsi.
Jarðabókin er tekin að Felli árið 1709 af sýslumanninum Jóni
Magnússyni og er byrjuð 25. mars og undirrituð að Felli í Kolla-
firði 28. sama mánaðar af Sigurði Teitssyni Brunngili, Jóni Tóm-
assyni (Thómasson) Litla-Fjarðarhorni, Atla Tómassyni Steina-
dal, Gísla Sæmundssyni Þórustöðum og Sigmundi Tómassyni
Ljúfustöðum.
í hreppnum telur Jarðabókin eftirtalin 20 býli: Hlíd, Fiardar-
horn litla, Liufustader, Steinadalur, Fell, (Hamar — hjáleiga —),
Þrudardalur, Fiardarhorn stóra, Broddanes, Broddadalsá,
Skridnings Enne, Brecka, Hvítahlíd, Gröf, Einfætugil, Ospaks-
eyre, Kióastader, Holl [Kjóastaðir og Hóll voru áður eitt býli sem
hét Tunga], Brunngil, Þoroddstader, Þambarveller.
Eftirtalin eyðibýli og hjáleigur getur Jarðabókin um: Midhlid,
Midhus, Gardakot, Efrafell og Kuckstader (Fell), Þorsteinsstader
(Þrúðardalur), Nafnlaust býli, Selvogakot og Wallarkot (Brodda-
nes), Midhus og Kiarlakstader (Skriðnesenni), Nordurbrecka
(Brekka), Backakot (Hvítahlíð), Skáney (Einfætingsgil), Kuck-
stader, Mulatun og Efrahorn (Óspakseyri), Gullbárdarstader
(Hóll), Þorkötlustader (Brunngil), Hirningsstader (Þóroddstað-
ur).
38