Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 93
Það var þegar Helluskipið fórst snemma í aprílmánuði 1894.!)
Þá voru mörg hákarlaskip á sjó. Og þeirra á meðal var Finnboga-
staðaskipið þar sem maðurinn minn var formaður og hefur þá
verið 28 ára gamall. Þá gerði óskaplegt ofsaveður af vestri, —
háarok úr landsteinum og aftakaveður. — Enginn vissi um afdrif
þeirra, sem á sjónum voru. Þá leið tengdaföður mínum illa. Hann
hafði áður stjórnað Finnbogastaðaskipinu og þekkti sjólagið á
Húnaflóa. Og nú óttaðist hann um son sinn og aðra, sem á sjónum
voru í þessum aftökum og bar upp ótta sitt við mig, sem var þá
ófrísk að þriðja barni okkar hjóna.
Eg sagði við hann: — Þú skalt vera óhræddur Guðmundur
minn. Eg sé skipin og hvar þeir eru. Okkar menn eru allir heilir á
húfí. En það virðist eitthvað vera að hjá þeim. Eg sé að þeir eru
rnargir frammi á skipinu eins og þeir séu að gera við eitthvað, en
ég get ekki gert mér grein fyrir hvað það er, — líkast því sem þeir
séu eitthvað að gera við legufærin. En þeir eru ekki í hættu og
þetta lagast hjá þeim. — Hann segir þá við mig: — Hafðu blessuð
sagt. Vonandi bjargast þeir. — Og honum varð að von sinni. Þeir
stóðu af sér óveðrið og öll skipin nema Helluskipið, það fórst með
10 mönnum. Þá áttu margir um sárt að binda í Steingrímsfirði og
víðar.“
Hér gerði Þuríður hlé á máli sínu og ég sat hljóður og hugsandi
um stund. Síðan endurtók hún við mig, að þannig hefði hin
ósjálfráða bæn hennar á hólnum á Kjörvori ræst fullkomlega. Og
hún þakkaði Guði það af innileik og heilum hug. Að lokum
áréttaði hún, að allt sem hún hafði sagt mér væri satt og rétt og
kallaði Guð til vitnis um það. —
Eg rengdi hana ekki, því að ég fann að þessi minning var mjög
skýr í huga hennar. —
Þakklátur og með hrærðum huga gekk ég af fundi hennar. Hún
hafði leitt mig inn í þá dularheima, sem ég þekkti ekki til, en höfðu
verið henni styrkur og leiðarljós á erfíðum stundum og gefíð
11 Um þann atburð er Helluskipið fórst hefur Torfi Guðbrandsson skrifað í 27. árg.
Strandapóstsins.
91