Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 26
Kirkjubólshreppi við formennsku af Jóni Ólafssyni, sem gengt
hafði starfmu í 6 ár. A þinginu var samþykkt umsókn frá nýstofn-
uðum Golfklúhbi Hólmavíkur um inngöngu í sambandið. Þá voru
afhent verðlaun til þeirra, sem sköruðu fram úr á íþróttasviðinu
sumarið 1994. Jón Bjarni Bragason frá Heydalsá var kjörinn
frjálsíþróttamaður ársins hjá HSS þriðja árið í röð. Sunneva Arna-
dóttir á Hólmavík var kjörin sundmaður ársins. Anton Rafn Ás-
mundsson, hálfbróðir Sunnevu, var kjörinn skíðamaður ársins,
en hann var sundmaður ársins 1993. Knattspyrnumaður ársins
var Þórólfur Guðjónsson á Hólmavík og knattspyrnukona ársins
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins. Þá
var Grettir Ásmundsson á Hólmavík, bróðir Antons og Sunnevu,
kjörinn leikmaður pollamótsins í knattspyrnu. Á þinginu voru í
fjórða sinn kunngjörð úrslit í kjöri íþróttamanns HSS og hlaut
Magnús Guðmundsson á Drangsnesi titilinn að þessu sinni. Hann
skaraði fram úr í frjálsum íþróttum 10 ára og yngri og vann m.a.
allar greinar í þeim aldursflokki á Vestfjarðamótinu á Bíldudal.
Menningarmál
Eftir miðjan mars frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur dagskrá úr
verkum Jónasar Árnasonar, „Lífið er lotterí". Þessi dagskrá var
byggð upp af söng og stuttum köflum úr þremur af leikritum
Jónasar, og var sett saman í tilefni af 70 ára afmæli höfundarins.
Dagskráin var sýnd þrisvar í félagsheimilinu á Hólmavík fyrir
fullu húsi. Það spillti ekki fyrir, að sal hússins var breytt í kaffihús,
þar sem fólk sat við borð og naut kaffiveitinga meðan á sýningu
stóð. Þann 23. júlí var þessi sama dagskrá sett upp í mjölsal
síldarverksmiðjunnar í Djúpavík. Þangað komu um 400 manns
víðsvegar að, og mun varla hafa verið líflegra í Djúpavík síðan á
síldarárunum, en á árinu 1994 voru einmitt liðin 40 ár frá því að
síldarvinnsla lagðist þar af. Mikil vinna var lögð í undirbúning
sýningarinnar, en hún þótti takast einstaklega vel. Dagskráin var
síðan sýnd á leiklistarhátíð í Mosfellsbæ seint í ágúst við góðar
undirtektir.