Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 18
um umsýslusamningum. Sala til meginlands Evrópu er þó háð
því, að kjötið komi frá tilteknum sláturhúsum, en aðeins 2 slátur-
hús á landinu hafa vottorð sem heimilar sölu inn á þennan mark-
að. Annað þeirra er sláturhúsið á Hvammstanga. Af þessum
sökum tóku sláturhúsin á Ströndum upp samstarf við húsið á
Hvammstanga, og nokkuð af sláturfé (lifandi umsýslukjöti) var
flutt til slátrunar þar. Heldur dökkar horfur eru í verðlagsmálum
þessa kjöts, en sæmilega gengur að selja.
Erfiðlega hefur gengið að selja kindakjöt á innanlandsmarkaði.
Framleiðsla haustsins 1993 var að mestu seld í árslok 1994, en
mjög lítið hafði þá selst af nýju kjöti. Þetta er mjög bagalegt, m.a.
vegna þess að afurðalán sem veitt eru á sláturtíð eru gjaldfelld
tæpu ári síðar. Lánurn fylgir ævinlega fjármagnskostnaður, og
þegar afurðarlánin falla niður eykst sá kostnaður enn.
Ýmislegt hefur verið reynt til að auka sölu á nýju kjöti, en að
margra dómi mætti þó gera enn betur. Sláturhúsið á Borðeyri
gerði á síðasta hausti tilraun til að koma fersku kjöti á markað í
Reykjavík, og varði til þess nokkru fé í auglýsingaskyni. Þetta gaf
góða raun. Sala sláturhússins á fersku kjötijókst um 40% frá árinu
áður. Því má ætla að einstök sláturhús geti náð nokkrum árangri á
þessu sviði með réttu markaðsstarfi.
A Borðeyri var einnig komið upp kjötvinnslu í desember 1994.
Þar starfar kjötiðnaðarmaður við annan mann. Ætlunin er að
framleiða margs konar unnar kjötvörur, svo sem pylsur og bjúgu,
sérskornar steikur o.fl. Með vorinu ætti að koma í ljós hvort þessi
rekstur eigi framtíð fyrir sér. A Hólmavík starfa einnig nokkrir
menn við kjötvinnslu allt árið, einkum við úrbeiningu og sögun.
Auk þess eru þar útbúnir kjötréttir fyrir heimamarkað.
Útgerð og fiskvinnsla
í upphafi ársins 1994 var atvinnuástand á Hólmavík og Drangs-
nesi mjög bágt, og hafði annað eins ekki sést árum saman. Rækju-
vinnslurnar liöfðu ekkert hráefni, og stjórnendur fyrirtækjanna
töldu fiskvinnslu vonlausa við ríkjandi aðstæður, enda hráefni
ótryggt þar sem eingöngu væri byggt á trilluafla. Frystihúsin á
16