Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 131
fljótt og vel við og komu fótgangandi í hríðinni um miðja nótt. Nú
var farið að ræða um hvað hægt væri að gera. Hvort nokkrir
möguleikar væru á að koma mér til Hólmavíkur, þar sem ljósmóð-
ir og læknir voru til staðar. Ekki var það álitlegt því eins og áður
segir voru allir vegir ófærir og leiðinda veður. Það var því horfið
frá því en þess x stað var haft samband við Magðalenu Guðlaugs-
dóttur Ijósmóður á Þambárvöllum. Hún er nýlátin þegar þetta er
ritað. Blessuð sé minning hennar. Hún var fljót að biegða við,
komin á 68. aldursár og ekki vel búin til gangs nxeð fastan lið í hné,
en það aftraði henni ekki.
Svo það var lagt á hest og þeir fóru með henni Magnús Krist-
jánsson maður hennar og Sveinn Eysteinsson tengdasonur þeirra
og reiddu hana fram yfir Slitur en þar var ófært fyrir bíl. Sigurkarl
Ásnxundsson í Snartartungu var fenginn til að fara á móti henni út
í Slitur, en hann varð fyrir því óláni að missa bílinn ofan um ís í
ána, svo hann fór ekki lengia, en Kjartan Ólafsson á Sandhólum
sá vandræði hans og fór til hjálpar að ná bílnum upp.
Þá þurfti að fá annan bíl og þá var xeynt að hringja í Bjarna
Eysteinsson, Bræðrabi ekku. En síminn var þá bilaður þangað svo
að Indx iði lagði aftur af stað og fór fótgangandi að Bræðrabrekku
um 5 km leið og þeir Bjarni fóru svo á jeppa rnóti Magðalenu.
Það ferðalag gekk vel þó seinfært væri og var Magðalena komin
til mín snemma á mánudag 12. janúar. Leið svo sá dagur tíðinda-
lítið og nóttin líka, en á þriðjudagsmorgun 13. janúar fór að draga
til tíðinda, því þá fæddist lítil stúlka. Hún var aðeins 11 merkur og
48 sm en allt gekk að óskum og okkur heilsaðist báðum vel.
Magðalena naut þeiri'ar ánægju að fá enn einu sinni að taka á
mód barni með aðstoð Guðfinnu en hún hafði aldrei verið við-
stödd fæðingu og fékk nú þessa litlu frænku sína beint í faðminn.
En síðast hafði Magðalena tekið á móti barni árið 1957. Þegar
Einar bauð að borga henni fyrir ljósmóðuistörfin, bað hún hann
blessaðan að eyðileggja ekki fyrir sér ánægjuna.
Um það bil klukkustund eftir að fæðingin var afstaðin komu
læknirinn Guðmundur Steinsson og ljósmóðirin Ólafíajónsdóttir
frá Hólmavík, því nú var komið gott veður og snjóruðningstækin
voru kornin af stað, en það var þó ekki búið að moka snjóinn af
129