Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 62
bænum og alla leið inn að Deildará, sem þarna rennur rnilli bæja,
til þess að fá í sig hita þegar kaldast var.“ „Var engin samfelld
upphitun í húsinu hjá ykkur þarna?“ spurði einhver í einfeldni
sinni. „Samfelld upphitun!" át Grímur eftir spyrjandanum. „Ofní
hverju herbergi kannski, eins og nú er orðið? Nei manni minn,
eldavélin var eina upphitunartækið og til að spara eldivið var hún
ekki kynt nema á matmálstímum. Það var kreppa í landinu, en það
skilur þú ekki, það skilur nú enginn.“ „En hvernig leið telpunni og
Guðrúnu í þessum kuldaköstum?" var enn spurt. „Gunna þoldi
kuldann rnikið betur en ég og var ég þó ýrnsu vanur. Hún klæddi
sig bara í hverja flíkina utanyfir aðra þangað til hún komst ekki í
fleiri,“ og þá hló karl eins og inn í sjálfan sig en þó ekki hjartanlega
sem benti til þess að nú væri hann ekki að segja alveg satt um
Gunnu systur sína.
Friðgerður, dóttir Gunnu, mun oftast hafa dvalið annars staðar
í skóla meðan kaldast var á veturna og hefur því fallið orðalaust út
af kuldaskýrslu húsbóndans. Um það leyti sem fólk fór að yfirgefa
innsveitina hefur þeim systkinum komið til hugar að flytja til
Isafjarðar, eða eitthvað vestur fyrir Djúp, og í þeim erindagjörð-
um fór Grímur einn dag með Djúpbátnum vestur. Hann kom að
sögn víða við í kaupstaðnum og athugaði um húsnæði sem ekki
virtist þá liggja á lausu. Loks rakst hann þó á litla íbúð uppi á
háalofti í frægu brauðgerðarhúsi þar í bænurn. Hann fór þó aftur
heimleiðis án þess að ræða þau mál frekar og þegar Gunna innti
hann eftir húsnæðinu hvað hann áðurnefnda íbúð til leigu en
bætti svo við: „Á þessu er bara einn ljóður og hann hreint hábölv-
aður, systir góð. Það hvað bara vera undir hælinn lagt að nokkur
komist þaðan lifandi ef svo illa vildi til að það kviknaði í húsinu."
Ekki heyrðist þess getið að Grímur fengi lof fyrir húsnæðisleitina
vestra að þessu sinni.
Urn það leyti sem Friðgerður trúlofaði sig og fór að eiga erindi
til Dalvíkur á fund unnusta síns, hafði Guðrún móðir hennar,
nokkrar áhyggjur af þeim ferðalögunr, enda var stúlkan auga-
steinninn hennar ef svo mætti að orði kornast. Gerða var eina
barnið hennar og þess vegna ekki óeðlilegt að hún bæri hana mjög
fyrir brjósti. Grími þótti ekki síður vænt um stúlkuna en orðaði
60