Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 41
Samkvæmt Jarðbókinni er búið á 19 býlum. (Athygli vekur að
Fell er talið í byggð og getið ábúanda, en ekki taldir heimilis-
menn). Tveir bæir eru í eyði: Stóra-Fjarðarhorn og Hóll en ein
hjáleiga er í byggð. Tvíbýli er á tveim bæjum: Hlíð og Ospakseyri.
Heintili eru því 21. A þessu 21 heimili hafa búið 95 manns, þar af
tveir „niðursetuómagar". A hverju heimili hafa því verið 4,5
manns að meðaltali, en á hverjum bæ 5,0. Flest var í Hlíð 10
manns.
Jarðardýrleiki hinna 20 jarða í Bitruhreppi er talinn 388
hundruð. Hæst er Fell og Broddanes metið, 60 hundruð hvor
jörð.
Bústofn Bitruhreppsbænda er talinn: 52 kýr, 1 naut, 3 kvígur, 6
vetrungar og 6 kálfar, alls 68 nautgripir; 430 ær, 57 sauðir og 203
lömb, sauðfé alls 690; 18 hestar, 16 hryssur, 2 folar, 1 tryppi og 4
folöld, alls 41 hross. Að meðaltali hefur því verið á hverju heimili
2,5 kýr (3,2 nautgripir), 20,5 ær, 2,7 sauðir og 9,7 lömb (sauðfé
32,9) og 2,0 hross. Flestar kýr voru í Steinadal 7, flestar ær á
Óspakseyri 52 og flestir sauðir á Þambárvöllum 14.
I Bitruhreppi „kann fóðrast“ 51 nautgripur, 960 sauðfé og 38
hestar.
Bæjarhreppur náði frá Stikidiálsi og til suðurenda sýslunnar á
Holtavörðuheiði og við Hrútafjarðará. Enginn formáli er fyrir
Jarðabókinni og því ekki vitað á hvaða bæ hún var tekin, en
undirrituð er hún 23. apríl 1709 af Þórði Þorkelssyni Bæ, Jóni
Jónssyni Melum, Páli Sigurðssyni Kollsá, Jóni Eiríkssyni Hlað-
hammri, Halli Guðnasyni Kolbeinsá og Þorvarði Magnússyni
Kjörseyri.
I Bæjarhreppi eru talin 19 býli: Skálholltsvík, Gudlaugsvík
(öðru nafni Bænhussvik), Kolbitsá, Borger, Stóra Hvalsá, Litla
Hvalsá, Kollsá, Prestsbacke, Hrafnadalur, Liótunarstader, Bær,
(Hollt, Sel — hjáleigur —), Hladhamar, Laxárdalur, Kietseire,
Bordeire, Walldasteinstader, Fiardarhorn, Fagrabrecka og Mel-
ar.
Eyðibýli og hjáleigur telur Jarðabókin eftirfarandi: Midhus
(Skálholtsvík), Heidalur og Gudlaugskot (Guðlaugsvík), Audna-
kot (Kolbeinsá), Saudanes, Stapatun, Feikishólar og Helgafell
39