Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 108
Út á Strönd. Hákarlavogur nœst, þá Pollvík og fjarst er Akurvík en þar
skaut Axel selina tvo. Ljósm. Haukur Jóhannesson.
Ég skaut einu sinni fjóra seli á tveimur mínútum, það get ég sagt
þér og það með riffli. Svoleiðis er, að ég var hér úti í kartöflugarði í
Akurvík að sá þar um vorið. Þau voru með mér krakkarnir mínir,
þau voru um fermingu. En ég var ekki með neina byssu með mér.
Krakkarnir eru að leika sér niðri í fjöru og koma og segja mér að
þau sjái sel frammi á vík. Ég leit nú upp og sá þá að þá er selur þar
alveg frammi undir Klömp nærri því, en það var nú náttúrulega
helvíti langt færi. Svo ég segi Jóhönnu að hún skuli hlaupa heim
og sækja fyrir mig riffilinn. Þetta var rifflll 22, en þeir eru nú litlir.
Ég fékk hann hjá kaupfélagsstjóranum, sem var þá í Norðurflrði,
hann var að flytja. Hann hét Ófeigur Pétursson og hann seldi mér
riffilinn. Þetta var alveg forláta verkfæri, en hann var bara með
einu skoti. Svo fer ég þarna norður í víkina, þar er standklettur
hár, ég sá að það myndi vera einna styst, ef ég skyti nú þaðan. Og
ég er þar, og þegar ég kem þangað þá eru selirnir tveir, stórir selir
sko, þetta voru landselir samt ekki stórir miðað við útseli. Jæja,
þeir eru nú báðir uppi í einu. Það [færið] hefur verið líklega allt að
svona 50—60 metrar, ég veit ekki hvað það var langt, 60 metrar eða
106