Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 53
sumir hverjir, strákar, heljarmenni og svifust einskis þegar að sá
gállinn var á þeim.“
Sumum þóttu sögur Gríms trúverðugar, öðrum ekki, en flestir
höfðu þó gaman af þeim undir niðri. Hann sagði þannig frá, dró
við sig frásögnina, tróð á meðan einhverju tóbaksrusli í pípustert-
inn sinn og lét mann þannig bíða í ofvæni eftir hverri setningu. Og
þannig tókst honum oft að gera óverulegt söguefni að hálfgerðri
tröllasögu.
Ein af fyrstu sögum hans var um það hvernig á því stóð að hann
lagði það fyrir sig að síga í björg. Hann kvaðst alla tíð hafa verið
fremur kjarklítill í æsku og það hefði aldrei hvarflað að sér að
gerast fyglingur. Slík íþrótt hefði sér alltaf fundist vera á færi
þeirra einna sem ekki kunnu að hræðast. En eitt sinn er hann var
staddur með föður sínum úti á Horni ásamt förunautum gamla
mannsins hafi sigmaðurinn forfallast allt í einu og karlinn því
staðið uppi ráðalaus. Hann var ekki viss um að hann fengi neinn
af fylgdarmönnum sínum til að taka sigmannshlutverkið að sér,
en hélt samt sem áður upp til bjargsins í von um að geta leyst úr
þessu er þangað kæmi. En þar var við ramman reip að draga,
enginn manna hans vildi eða taldi sig þess umkominn að fara í
bjargið og Grímur, sem var yngstur þeirra og minnstur fyrir sér
eftir því sem hann sagði, bað föður sinn lengstra orða að hlífa sér
við því líka. Karl setti hljóðan um stund, reri fram í gráðið þarna á
bjargbrúninni og úthrópaði aumingjaskap manna sinna. Að end-
ingu reis karl á fætur, greip festaraugað, gekk til Gríms sonar síns,
skipaði honum að fara í sigmannsskrúðann, raðaði síðan körlum
sínum á festina og ýtti þar næst stráknum fram af brúninni.
Hálfskælandi bað Grímur sér vægðar en á það var ekki hlustað og
karlarnir gáfu hann lengra og lengra niður í bjargið. Þegar hann
nálgaðist fyrstu silluna og sá eggjamarvaðann allt í kringum sig
breyttist smátt og smátt viðhorf hans til bjargsins og úr því hugðist
hann aldrei lriðja föður sínn vægðar. „Þannig atvikaðist það að ég
stundaði bjargsig mestan hluta ævinnar", bætti hann svo við, „á, á
drengir."
Grímur stundaði oft kaupavinnu á sumrin bæði sunnanlands
og vestan, og víðar ef svo bar undir. Hann lenti á misjöfnum
51