Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 53

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 53
sumir hverjir, strákar, heljarmenni og svifust einskis þegar að sá gállinn var á þeim.“ Sumum þóttu sögur Gríms trúverðugar, öðrum ekki, en flestir höfðu þó gaman af þeim undir niðri. Hann sagði þannig frá, dró við sig frásögnina, tróð á meðan einhverju tóbaksrusli í pípustert- inn sinn og lét mann þannig bíða í ofvæni eftir hverri setningu. Og þannig tókst honum oft að gera óverulegt söguefni að hálfgerðri tröllasögu. Ein af fyrstu sögum hans var um það hvernig á því stóð að hann lagði það fyrir sig að síga í björg. Hann kvaðst alla tíð hafa verið fremur kjarklítill í æsku og það hefði aldrei hvarflað að sér að gerast fyglingur. Slík íþrótt hefði sér alltaf fundist vera á færi þeirra einna sem ekki kunnu að hræðast. En eitt sinn er hann var staddur með föður sínum úti á Horni ásamt förunautum gamla mannsins hafi sigmaðurinn forfallast allt í einu og karlinn því staðið uppi ráðalaus. Hann var ekki viss um að hann fengi neinn af fylgdarmönnum sínum til að taka sigmannshlutverkið að sér, en hélt samt sem áður upp til bjargsins í von um að geta leyst úr þessu er þangað kæmi. En þar var við ramman reip að draga, enginn manna hans vildi eða taldi sig þess umkominn að fara í bjargið og Grímur, sem var yngstur þeirra og minnstur fyrir sér eftir því sem hann sagði, bað föður sinn lengstra orða að hlífa sér við því líka. Karl setti hljóðan um stund, reri fram í gráðið þarna á bjargbrúninni og úthrópaði aumingjaskap manna sinna. Að end- ingu reis karl á fætur, greip festaraugað, gekk til Gríms sonar síns, skipaði honum að fara í sigmannsskrúðann, raðaði síðan körlum sínum á festina og ýtti þar næst stráknum fram af brúninni. Hálfskælandi bað Grímur sér vægðar en á það var ekki hlustað og karlarnir gáfu hann lengra og lengra niður í bjargið. Þegar hann nálgaðist fyrstu silluna og sá eggjamarvaðann allt í kringum sig breyttist smátt og smátt viðhorf hans til bjargsins og úr því hugðist hann aldrei lriðja föður sínn vægðar. „Þannig atvikaðist það að ég stundaði bjargsig mestan hluta ævinnar", bætti hann svo við, „á, á drengir." Grímur stundaði oft kaupavinnu á sumrin bæði sunnanlands og vestan, og víðar ef svo bar undir. Hann lenti á misjöfnum 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.