Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 51
Önnu Jónasdóttur og þar háttaði Valgerður strax, hvíldinni feg-
in.
Urn nóttina, þegar við vorum búnir að bera af, komum við inn
og fengum hressingu og voru þá báðar mæðgurnar sofnaðar. —
Nokkrum dögum síðar fór Benedikt (Hermannsson í Reykjar-
firði) við annan mann og hjálpaði Óla við að koma upp frambæn-
um. Benedikt var mesta hamhleypa við smíðar og byggði flesta
bæi á Norður-Ströndum.
Tíminn leið og um túnasláttinn bauð Óli okkur öllum á Dröng-
um norður til sín. Þá var kominn reisulegur frambær í Skjalda-
bjarnarvík, jafnstór sjálfri baðstofunni og allt orðið svo snyrtilegt
og vel um gengið eins og þeirra var von og vísa, því bæði voru þau
mjög smekkleg og hún listfeng með afbrigðum. — Þá var Valgerð-
ur blessunin kornin yfir það versta og mátti heita, að allt gengi vel
uppfrá því, þessi níu ár, sem þau bjuggu þarna.
— Þetta sumar, ég held í ágústmánuði, riðu ungu hjónaefnin
fram í Arnes og létu gefa sig sarnan. ...
(Þeim varð 5 barna anðið. Þau voru: Valgerður átti Guðmund Hann-
esson klœðskera, Guðbjörg átti Arne Hoff Möller húsameistara í Hróar-
skeldu, Sigríður átti Hjálmar Jónsson forstjóra, Halldór rafvirki og
Friðgeir lœknir, semfórst ásamt konu sinni og börnum er els Goðafossi var
sökkt 1944. Þau hjón Óli Halldórsson og Valgerður Guðnadóttir, fluttu
árið 1920 frá Skjaldabjarnarvík til ísafjarðar. Síðar gerðist Óli kaup-
maður í Reykjavík. Heimild: Séra Jón Guðnason, Strandamenn.)
49