Saga


Saga - 2012, Page 123

Saga - 2012, Page 123
sókna, einkum á sviði kynjasögu. Í íslenskri sagnfræði er þróunin skemmra á veg komin og textagreining almennt meira í formi hefðbundinnar hugmyndasögu þar sem áhersla er lögð á sögulega stöðu þess sem talar fremur en tungumálið sjálft og tjáningu ein- staklinga eða hópa sem hluta af hugmyndakerfi sögusviðsins.21 Þótt aðferð hugmyndasögunnar hafi vissulega verið beitt að einhverju marki í ævisögum, einkum þeim sem kallaðar eru fræðilegar ævi- sögur, má segja að textagreining, og þá um leið orðræðugreining eins og henni er lýst hér að framan, rúmist frekar illa innan hins hefðbundna forms — í það minnsta ef hafa á í heiðri þá eiginleika sem skýra aðdráttarafl þess. Því fræðilegt samhengi og nákvæm úrvinnsla í formi útlegginga getur truflað framvindu frásagnarinn- ar, spillt heimi sögunnar og þeirri persónusköpun sem ritun ævi- sögu óneitanlega er. Í ævisögu sem leggur megináherslu á tjáningu og tungumál sögupersónunnar verður því að fara aðrar leiðir. Sú einfalda leið sem farin var í ævisögu Þóru Pétursdóttur Thoroddsen, Þóra biskups, miðar að því að raða markvisst saman beinum tilvitnunum og textabrotum í þeim tilgangi að opna heim sögunnar, lýsa tíðaranda og persónuleika söguhetjunnar í gegnum tjáningu hennar. Þannig hefur tungumál heimildanna oft meira vægi en efni þeirra. Til að rjúfa ekki framvinduna, og þó einkum til að yfirgnæfa aldrei rödd sögupersónunnar/persónanna, er fræði - leg um útleggingum frá hendi höfundar stillt í hóf og einungis gripið til skýringa þegar ekki finnast önnur bréf eða aðrar samtímaheim- ildir sem geta gefið bréfa- og dagbókarbrotum merkingu. Greining heimildanna liggur því í niðurröðun þeirra í frásögninni og hvernig þeim er komið fyrir í textanum með tilliti til annarra sögulegra staðreynda. Aðferðin gerir þannig ráð fyrir að frásögn sé greining og hún miðar að því að undirstrika sögulega þýðingu Þóru sem bréfritara, en á þennan hátt eru einnig meiri líkur á að textinn nái til fleiri lesenda, því sumpart hljómar hann eins og skáldsaga. Megin - forsendur þess að unnt var að setja textann saman á þennan hátt eru umfang og eðli heimildanna, varðveisla þeirra, sem að einhverju hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 121 21 Í íslenskri sagnfræði má þó nefna tvær nýlegar doktorsritgerðir. Ritgerð Ragn - heiðar Kristjánsdóttur, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), er fráhvarf frá hefðbundinni stjórnmálasögu að því leyti að hugmyndir og orðræða eru í forgrunni frekar en einstaklingar og atburðir. Í ritgerð Sigríðar Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), er orðræðugreiningu hins vegar beitt á mun meira afgerandi hátt. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.