Saga - 2012, Síða 123
sókna, einkum á sviði kynjasögu. Í íslenskri sagnfræði er þróunin
skemmra á veg komin og textagreining almennt meira í formi
hefðbundinnar hugmyndasögu þar sem áhersla er lögð á sögulega
stöðu þess sem talar fremur en tungumálið sjálft og tjáningu ein-
staklinga eða hópa sem hluta af hugmyndakerfi sögusviðsins.21 Þótt
aðferð hugmyndasögunnar hafi vissulega verið beitt að einhverju
marki í ævisögum, einkum þeim sem kallaðar eru fræðilegar ævi-
sögur, má segja að textagreining, og þá um leið orðræðugreining
eins og henni er lýst hér að framan, rúmist frekar illa innan hins
hefðbundna forms — í það minnsta ef hafa á í heiðri þá eiginleika
sem skýra aðdráttarafl þess. Því fræðilegt samhengi og nákvæm
úrvinnsla í formi útlegginga getur truflað framvindu frásagnarinn-
ar, spillt heimi sögunnar og þeirri persónusköpun sem ritun ævi-
sögu óneitanlega er. Í ævisögu sem leggur megináherslu á tjáningu
og tungumál sögupersónunnar verður því að fara aðrar leiðir.
Sú einfalda leið sem farin var í ævisögu Þóru Pétursdóttur
Thoroddsen, Þóra biskups, miðar að því að raða markvisst saman
beinum tilvitnunum og textabrotum í þeim tilgangi að opna heim
sögunnar, lýsa tíðaranda og persónuleika söguhetjunnar í gegnum
tjáningu hennar. Þannig hefur tungumál heimildanna oft meira
vægi en efni þeirra. Til að rjúfa ekki framvinduna, og þó einkum til
að yfirgnæfa aldrei rödd sögupersónunnar/persónanna, er fræði -
leg um útleggingum frá hendi höfundar stillt í hóf og einungis gripið
til skýringa þegar ekki finnast önnur bréf eða aðrar samtímaheim-
ildir sem geta gefið bréfa- og dagbókarbrotum merkingu. Greining
heimildanna liggur því í niðurröðun þeirra í frásögninni og hvernig
þeim er komið fyrir í textanum með tilliti til annarra sögulegra
staðreynda. Aðferðin gerir þannig ráð fyrir að frásögn sé greining
og hún miðar að því að undirstrika sögulega þýðingu Þóru sem
bréfritara, en á þennan hátt eru einnig meiri líkur á að textinn nái til
fleiri lesenda, því sumpart hljómar hann eins og skáldsaga. Megin -
forsendur þess að unnt var að setja textann saman á þennan hátt eru
umfang og eðli heimildanna, varðveisla þeirra, sem að einhverju
hreyfimynd með hljóði frá 19. öld … 121
21 Í íslenskri sagnfræði má þó nefna tvær nýlegar doktorsritgerðir. Ritgerð Ragn -
heiðar Kristjánsdóttur, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), er fráhvarf frá hefðbundinni stjórnmálasögu
að því leyti að hugmyndir og orðræða eru í forgrunni frekar en einstaklingar
og atburðir. Í ritgerð Sigríðar Matthíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni,
kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), er
orðræðugreiningu hins vegar beitt á mun meira afgerandi hátt.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 121