Saga - 2015, Side 56
steinunn kristjánsdóttir54
vegar húsnæði sjálfir. Sumir þeirra ráku eigin bú eða höfðu aðgang að
hlunnindum sem þeir nýttu sjálfir og gáfu af til fátækra. Ankor ítar
lifðu þannig og störfuðu beinlínis undir handarjaðri biskups og lutu
mun strangari og fastmótaðri reglum en hermítar, sem eins og fyrr
segir voru frjálsir ferða sinna. Með ankorítum fylgdi gjarnan þjónustu-
fólk sem aðstoð aði þá við dagleg verk, en auk biskups sáu velunnarar
þeim fyrir mat, klæðnaði og öðru því sem þurfti til einsetunnar.18
Bæði karlar og konur gátu gerst hermítar eða ankorítar. Í ná -
granna löndum Íslands kusu raunar konur mun oftar að gerast ankor-
ítar en karlar. Þar kaus einn karl á móti fjórum konum að jafnaði að
gerast ankoríti, hermítar voru venjulega karlar.19 Hermít ismi var
raunar ekki aðeins algengari meðal karla heldur var hann einnig
framan af mun algengara form einsetu en ankorítismi sem náði ekki
vinsældum að ráði í norðurhluta álfunnar fyrr en með eflingu
kaþólskrar kristni á 11. öld.20 Þá kann það auðvitað að vera að her-
mítismi hafi verið þekktari vegna þess að hermítar ferðuðust meira
um evrópu og hafi því spurst út í ríkari mæli en ankorítismi.
vissulega getur það hafa haft áhrif að einseta ankoríta var háð leyfi
biskups, en sem fyrr getur komu biskupsstólar og klaustur ekki til
sögunnar nyrst í álfunni fyrr en nokkuð var liðið á kristni væð -
inguna í evrópu. ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að karlar
gátu alltaf gerst prestar og þar með lifað skírlífi, en konur áttu ekki
margra annarra kosta völ til að komast hjá hjúskap eða sambúð. Þær
konur sem kusu að gerast ankorítar gjörbreyttu þannig lífi sínu með
því að segja skilið við fyrri lifnaðarhætti sem annaðhvort ógiftar
stúlkur eða ekkjur, en karlarnir, sem oft voru prestar, héldu hins
vegar að vissu marki í fyrri sjálfsmynd sína þrátt fyrir einsetuna.21
18 Francis D. S. Darwin, The English Medieval Enclosure, bls. 12–14; Roberta
Gilchrist, Gender and Material Culture, bls. 177–181; Rotha Mary Clay, Hermites
and Anchorites of England, bls. 3–6.
19 Roberta Gilchrist, Gender and Material Culture, bls. 177–178.
20 Anna McHuges, „Anchorites in Medieval Scotland“, Anchoritic Traditions
of Medieval Europe. Ritstj. Liz Herbert McAvoy (Woodbridge: The BoyDell
Press 2010), bls. 178–194; Gabriela Signori, „Anchorites in German-speaking
Regions“, bls. 43–61; Liz Herbert McAvoy, „Introduction“, Anchoritic Traditions
of Medieval Europe, bls. 11.
21 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, bls. 353; Mari Hughes-
edwards, „Anchoritism: the english Tradition“, Anchoritic Traditions of Medieval
Europe. Ritstj. Liz Herbert McAvoy (Woodbridge: The BoyDell Press 2010), bls.
141–142.