Saga


Saga - 2015, Síða 107

Saga - 2015, Síða 107
ir frumbyggja voru háværari en hundrað árum fyrr og ljóst að ekki var hægt að fara í felur með fanganýlendustofnunina. Spillman varpar fram tilgátu um líftíma sameiginlegra minninga um atburði sem þessa. Sameiginlegar minningar eru sveigjanlegar og samtíminn smíðar það sem hentar úr atburðum fortíðar. Þótt hún leggi áherslu á mótunarvirkni samtímans þykir henni það ekki duga og vill leita skýringa í innri eiginleikum atburða. Þar gengur hún í smiðju til karenar Cerulo (og raunar fleiri) sem hefur velt þjóðar- táknum fyrir sér. Cerulo telur að óhlutbundin og fjölgild tákn séu áhrifaríkari en hin hlutgerðari og jarðbundnari, ekki síst þar sem viðmiðið er kvikt eins og „þjóð“ er. Margræðni tákna er gagnleg við athafnir þar sem keppt er að því að efla samstöðu án þess að allir séu sama sinnis. Spillman vísar einnig til félagsfræðingsins B. Schwartz sem hefur kannað sameiginlega minningu um þjóðhetjur á borð við Washington og Lincoln. Hann hefur vakið athygli á vissri hindrun eða heftingu sem einkenni sameiginlega minningu og Lyn Spillman ályktar að þessi tregða sumra sameiginlegra minninga skýrist ekki einungis af stýringu menningarberandi stofnana heldur af þeirri innri merkingu sem búi í atburðunum. Hún bætir við að það sem ráði úrslitum sé hversu fjölgild tákn atburður eða annað fyrirbæri geti af sér. Í því felist meðal annars að gagnrýnendur finni þar efnivið fyrir athugasemdir sínar í stað þess að hafna atburð inum; hann dugi til að brúa bilið milli opinberra viðhorfa og andófssjónarmiða eins og gerðist á tveggja alda afmæli Bandaríkjanna.21 Jákvæðir atburðir, sigrar í baráttu, geta verið góður efniviður í þjóðminningar en það geta ósigrar einnig verið, einkum ef mönnum þykir þeir hafa verið órétti beittir. Dæmi um þetta má t.d. finna hjá Tékkum, sem minnast orustunnar við Hvítafjall árið 1620, og Serb - um sem gleyma ekki ósigrinum fyrir herjum Tyrkjasoldáns í kosóvó árið 1389. Sama er að segja um misheppnaða bjórkjallarauppreisn Hitlers og félaga 9. nóvember 1923 en sá dagur var gerður að einum helsta minningardegi þriðja ríkisins. Ósigrar geta hins vegar verið svo yfirþyrmandi og málstaðurinn svo slæmur að ekkert tilefni er til að minnast. Í þeim sporum stóðu Þjóðverjar við hina algeru upp- gjöf sem batt enda á seinni heimsstyrjöldina í evrópu. Sá uppgjafar- dagur glæpsamlegs ríkis var ekki tilefni minningarhátíða.22 minning sem félagslegt fyrirbæri 105 21 Sama heimild, bls. 185. 22 Aleida Assmann, Der lange Schatten der Vergangenheit: Erinnerungskultur und Geschichtspolitik (München: verlag C.H. Beck 2006), bls. 64–69.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.