Saga - 2015, Side 154
nokkra þætti: vísindaleiðangra og viðreisnarrit, Hans egede og Grænland,
Niels Horrebow og Ísland og að lokum ræða um nýlenduhyggju og ytri
ímyndir. Ég mun einkum taka til umræðu rit þeirra Hans egedes og Niels
Horrebows, bækur sem rekja má beint til Danakonungs og áhuga hans á
þessum Atlantshafseyjum. Ástæðan fyrir þessu vali eru niðurstöður doktors -
efnis um að rit þeirra beggja hafa haft afgerandi áhrif á ytri ímyndir bæði
Íslands og Grænlands (bls. 85, 131–132, 150 og 221). Túlkun á einkennum
tímabilanna byggist einnig mikið á þessum 18. aldar ritum og er ákveðinn
grunnur að þeirri niðurstöðu sú staðhæfing að ferðalýsingar hafi haft minna
að segja um ímyndir Íslands fram undir 1750, þegar tímabilaskil eru gerð í
greiningunni. Ímyndir Grænlands hafi meira byggst á ferðaritum (bls. 225–
226). Ég mun líka skoða ákveðna þætti í þeim eiginleikum Íslendinga og
Grænlendinga sem lýst er í ritunum og líta til stóru dráttanna í skýringum
á þeim mun sem doktorsefni segir að hafi orðið á 18. og 19. öld á framand-
leika Grænlands og Íslands í augum evrópubúa.
I
Tímabil rannsóknarinnar er afar langt, heil 750 ár, og ljóst að heimildaefni
sem liggur til grundvallar rannsókninni breytist nokkuð eftir því sem ald-
irnar líða. Sumarliði skilgreinir tvo meginflokka heimilda sem rannsóknin
á ímyndum Íslands og Grænlands byggist á; annars vegar yfirlitsrit sem gef-
in eru út erlendis og hins vegar rit þeirra sem ferðast til Íslands og Græn -
lands og gefa út rit sín. Myndefni er þriðji heimildaflokkurinn og gegnir
hann stærra hlutverki í seinni hluta bókarinnar en þeim fyrri og staðfestir
og lýsir mörgum þeirra staðalímynda sem ritheimildirnar greina frá.
Ímyndir eru rannsakaðar út frá hvorum heimildaflokknum fyrir sig og síðan
bornar saman fyrir eyjarnar tvær; myndefnið er meira til stuðnings og
frekari lýsingar á því sem kemur fram í texta.
Þessir aðgreining í tvo aðalheimildaflokka, yfirlitsrit og ferðarit, á sýnilega
best við miðjutímabil rannsóknarinnar. Á miðöldum voru frásagnirnar handrit
skrifuð á latínu sem fyrst voru prentuð síðar. Ferðalangar voru ekki farnir að
leggja land undir fót eins og síðar varð. Á tímabilinu 1500–1750 er nokkuð um
yfirlitsrit og ferðarit en á því tímabili voru sjónarvottar farnir að skrifa
ferðasögur. Á síðasta tímabilinu, 1750–1850, jókst mjög framboð af ritum og
þau urðu mun fjölbreyttari að gerð. Meðal þeirra eru rit sem doktorsefni vísar
til sem búsetulýsinga fremur en ferðafrásagna. eftir 1700 fara einnig að koma
út bækur sem beinlínis eru kostaðar af Danakonungi, og það mætti velta fyrir
sér hvaða staðalímyndum þau rit miðla miðað við rit hinna evrópubúanna og
hugmyndir þeirra um „veruleika“ eyjanna. Sú aðgreining er ekki skýr í ritinu
en skiptir samt nokkru máli um túlkun þessara ytri ímynda.
Rit sjónarvotta á tímabilinu eftir 1500 eru af fjölbreyttu tagi eins og dokt-
orsefni lýsir þeim, „handrit, ferðabækur og frásagnir, lýsingar sögulegs og
andmæli152