Saga - 2015, Qupperneq 159
og lítur á sig sem málsvara Íslendinga í uppgjöri við ranghugmyndir og
úreltar skoðanir, sannur upplýsingarmaður“ (bls. 169). einnig má halda því
fram að Horrebow sé að skrifa pólitískan texta. Hann var gestur æðstu emb-
ættismanna landsins á Bessastöðum, kostaður til landsins af konungi, var
sérstakur ráðgjafi stjórnarskrifstofanna í kaupmannahöfn um breytingar á
landshögum á Íslandi á meðan hann var þar og vann samhliða þessum
skrifum að viðreisnaráætlun fyrir Ísland ásamt landfógeta landsins. Sýn
Horrebows á vandamál Íslands og tækifæri er keimlík því sem Skúli Magn -
ússon sendi til konungs á sama tíma, bæði eins og hún kemur fram í riti
Horrebows, sem þýtt var á mörg tungumál, og í óprentuðum greinar gerð -
um hans sem sendar voru beint til konungs. (Sjá t.d. Dan marks Rigsarkiv
komm. 1735–71. Nr. 38. Um hlutverk Horrebows varðandi umbætur á Ís -
landi, 9/6 1751.)
Greinilegt er, eins og doktorsefni bendir á, að sýn Horrebows á land og
náttúru er einnig ólík því sem t.d. Uno von Troil kemur fram með tveimur
áratugum síðar, árið 1772, í tengslum við vísindaleiðangur Banks frá
englandi (bls. 170). Það kemur kannski ekki sérstaklega á óvart, enda er
Uno von Troil á Íslandi á öðrum forsendum en Horrebow þótt frá Norður -
löndum (Svíþjóð) sé. Sérstaða Horrebows verður enn skýrari þegar hann er
borinn saman við ýmsa ferðamenn 19. aldar sem nefndir eru í bókinni. Þar
má sem dæmi nefna athyglisverðar lýsingar Idu Pfeiffer á dvöl sinni undir
miðja 19. öld (bls. 175–177).
Margar áhugaverðar hugtakatvennur eru greindar í lýsingum á ímynd-
um Íslands og Grænlands, þar sem togast á neikvæðar og jákvæðar ímyndir.
Leti og sinnuleysi kemur t.d. oft fram sem andstæða iðni og iðjusemi og eru
mörg áhugaverð dæmi um hina neikvæðu mynd nefnd í bók Sumarliða
(m.a. bls. 53, 147, 183, 189 og 218). Þessi hugtök má skoða bæði í ljósi sjálfs-
myndar og ytri ímynda og tengja vangaveltum um það hverra ímyndir um
sé að ræða. Umræðu um leti og ómennsku á þessum öldum er ekki einungis
að finna í tengslum við hugmyndina um „norðrið“ heldur líka í skrifum
æðstu embættismanna Íslands á 17. og 18. öld, bæði innanlands og í Dan -
mörku. Þar er rætt um þessa meintu leti sem raunverulegt vandamál og
verkefni til úrlausnar og er áhugavert í ljósi þess sem doktorsefni skrifar um
leti sem hluta af staðalímyndum um norðrið og jaðar evrópu. Á einum stað
segir hann líka að þar sem tvíhyggjan hafi verið mjög sterk séu mestar líkur
á að „framandleikinn sem þær birta sé mjög fjarri sjálfsmyndum þess sam-
félags sem þær eiga að lýsa“ (bls. 231). Það voru hins vegar ekki eingöngu
dönsk yfirvöld og danskir embættismenn á Íslandi sem höfðu áhyggj ur af
leti landsmanna, heldur voru innlendir ráðamenn oft á sama máli. er orð -
ræðan um leti landsmanna, sem sjá má í heimildum þessa tíma, spurning
um ytri ímynd eða eins konar innanríkis-ímynd gagnvart þeim löndum sem
tilheyrðu konungsríkinu, eða kannski sérstaklega gagnvart almenningi og
þannig til marks um viðhorf til stétta?
andmæli 157