Saga - 2015, Page 175
legra á ferðinni en það að hún elst upp á plantekrunni La Reine (Drottning -
unni).
Hin leiðin sem höfundur fer til að setja meira kjöt á þau þurru bein sem
saga Hans Jónatans raunverulega er í heimildum er sú að gera fólki upp eig-
inleika, skoðanir eða tilfinningar eins og um staðreyndir sé að ræða. Þannig
virðist höfundi mikið í mun að draga upp mynd af Hans Jónatan sem ein-
staklega vel gefnum manni: „Hann hefur án efa verið námfús og næmur“
(bls. 34). „Hann var greindur og spurull, hafði lært sitthvað, talaði nokkur
tungumál og kyngdi ekki hverju því sem danskt hefðarfólk færði honum“
(bls. 87). „kannski hreifst húsbóndinn af því hve fljótur drengurinn var að
tileinka sér nýja þekkingu“ (bls. 87). Sannleikurinn er hins vegar sá að eng-
um sögum fer af gáfnafari Hans Jónatans á barnsaldri; reyndar fer engum
sögum af honum sem barni yfirleitt. Þarna verður lesandi forvitinn og
spenntur, bíður eftir dæmum sem renni stoðum undir þetta, hugsanlega
löngu síðar, en þau koma ekki enda engin til. er það dómsmálið fræga sem
höfundur notar sem grunn undir þessar staðhæfingar? Það er ekki fráleitt
en væri viðkunnanlegra að framsetningin gæfi það til kynna.
Annað dæmi tengist komu Hans Jónatans til Íslands. Hann er á ferðinni
árið 1802, næstum 200 árum eftir Tyrkjaránið og ekki augljóst hvernig þessir
tveir atburðir tengjast að öðru leyti en því að báðir fjalla um skipakomur frá
útlöndum. en höfundur hikar ekki við að fullyrða um gildi þess fyrrnefnda:
„Hans Jónatan er líklega ekki kunnugt um það að einn atburður öðrum
fremur í sögu Berufjarðar hefur haft áhrif á viðmót fólksins þar. Það var
Tyrkjaránið sumarið 1627“ (bls. 130). Þetta er spennandi hugmynd og
lesandi bíður eftirvæntingarfullur eftir frekari upplýsingum. komu sjóræn-
ingjanna til Austfjarða er lýst, en áhrif hennar á sálarlíf eða viðmót fólks á
svæðinu — um þau er ekkert vitað. er þá ekki heldur glannalegt að taka sér
slíka fullyrðingu í munn? Spurningin hvort Hans Jónatan sjálfur hafi
kannski verið „fulltrúi villimennsku af þessu tagi í vitund Austfirðinga“
(bls. 132) er langsótt, ef ekki beinlínis fáránleg í ljósi þess ferils sem fyrir
honum átti að liggja á Djúpavogi og nágrenni. Fleiri dæmi mætti nefna um
tilgátur sem settar eru fram sem blákaldar staðreyndir. Það er áhugavert
þegar höfundar taka sér skáldaleyfi og fjölmörg vel heppnuð dæmi eru til
um slíkt, en í þessari bók er nánast verið að kasta ryki í augu lesenda með
framsetningunni. Það er vandmeðfarið að sviðsetja og skálda í eyðurnar
þannig að lesandi þurfi aldrei að velkjast í vafa um hvenær heimildirnar tala
og hvenær höfundur er með getgátur en þá kröfu verður að gera til bók-
mennta af þessu tagi.
Á tímum fjölmenningar og vaxandi rasískrar umræðu á Íslandi er sjálf-
sagt að íhuga hugsanlega kynþáttafordóma í garð Hans Jónatans, fyrsta þel-
dökka mannsins sem settist að á landinu að sögn höfundar. eftir vanga veltur
um hvaða orð landsmenn hafi notað til að lýsa Hans Jónatan og fleira í þeim
dúr kippir höfundur sjálfur stoðunum undan þeim með eftirfarandi orðum:
ritdómar 173