Saga - 2017, Page 7
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A
Með útgáfu haustheftis Sögu á síðasta ári lét Sigrún Pálsdóttir af störfum
sem ritstjóri, en hún hafði sinnt því starfi frá 2009. Við tókum við sem rit-
stjórar um síðustu áramót og er þetta því okkar fyrsta hefti. Saga er helsta
fagtímarit á sviði sagnfræði sem kemur út á íslensku og nýtur virðingar sem
slíkt. Tímaritið hefur dafnað vel í ritstjórn Sigrúnar og er rómað fyrir
vandaðar greinar og fallegan frágang. Það er því spennandi áskorun fyrir
okkur að taka við ritstjórn Sögu.
Ekki eru gerðar meiriháttar breytingar á formi eða útliti tímaritsins að
svo stöddu. Þó munu glöggir lesendur verða varir við einhverjar nýjungar.
Leturgerð á forsíðu hefur verið breytt en við höldum að öðru leyti þeirri
hönnun sem Sigrún Pálsdóttir á heiðurinn af, þar sem forsíðumyndin flæðir
yfir alla forsíðu heftisins og letrið fellur inn í myndina.
Forsíðuna að þessu sinni prýðir ljósmynd af afar merkilegri klukku eða
bjöllu sem hangir í Helgafellskirkju. Steinunn kristjánsdóttir og Vala Gunn -
ars dóttir færa rök fyrir því í forsíðugrein að bjallan sé frá tímum Túdora á
Englandi, og raunar fágæt, því á henni má finna skjaldarmerki Túdor -
ættarinnar ensku og katrínar af Aragóníu, fyrstu eiginkonu Hinriks VIII.
Auk þess er ártalið 1547 greipt í bjölluna, en það er dánarár Hinriks.
Í þessu hefti hleypum við af stokkunum nýjum bálki sem mun verða
fastur liður í útgáfunni næstu misserin og kallast Álitamál — Sagan og sam-
tíminn. Þar fáum við nokkra sérfræðinga úr röðum sagnfræðinga eða tengd-
um greinum til þess að ræða, í ljósi þekkingar sinnar og sérhæfingar, um til-
tekin málefni sem eru ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu. Ætlunin er að fá
sagnfræðinga til þess að leggja lóð sitt á vogarskálar umræðu um margvís -
leg álitamál í samtímanum með því að beina sjónum að sögulegum skírskot-
unum þeirra. Að þessu sinni fengum við fjóra fræðimenn, Sverri Jakobsson,
Írisi Ellenberger, Guðmund Hálfdanarson og Hallfríði Þórarinsdóttur, til
þess að ræða um fólksflutninga og flóttamenn í sögulegu ljósi.
Í þessu hefti eru tvær megingreinar. kristrún Halla Helgadóttir sagn -
fræðingur skrifar um fyrirhugaðan flutning á hópi Íslendinga til nýlendu-
stofnunar á Grænlandi árið 1729. Danir höfðu skömmu áður komið á fót
verslunarstöðvum og nýlendubyggðum þar í landi og töldu stjórnvöld
æskilegt að fá hóp Íslendinga til þess að setjast þar að. Niels Fuhrmann amt-
manni var skipað að útvega tiltekinn fjölda viljugra fjölskyldna til þess að
flytjast vestur til Grænlands og setjast þar að. Það var í tengslum við þessar
fyrirætlanir sem tekið var manntal í nokkrum sýslum á suður- og vestur-
horni landsins. Hugmyndin um nýlendustofnun og framkvæmd fyrir -
hugaðra flutninga veita áhugaverða innsýn í íslenskt samfélag á fyrstu ára-
tugum 18. aldar, eins og kristrún Halla rekur í grein sinni, auk þess sem
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 5