Saga - 2017, Page 8
gerð manntalsins sjálfs og þær upplýsingar sem fram koma vekja ýmsar
spurningar um áreiðanleika heimilda (skjala) sem spretta úr tilteknu sam-
hengi eða atburðarás.
Í grein sinni um samtvinnun sem greiningartæki í sagnfræði kynnir
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur til sögunnar hugtakið
samtvinnun (e. intersectionality) sem hefur notið talsverða vinsælda í fræða -
heiminum undanfarin ár, ekki síst meðal femínískra fræðimanna. Í greininni
beinir Þorgerður sjónum að kosningarétti kvenna og vinnuhjúa, sem fékkst
árið 1915, og notar kenningar og aðferðir samtvinnunar til þess að greina þá
margþættu mismunun sem kom í veg fyrir að fólk, ekki síst konur, fengi
notið fullra borgaralegra réttinda í kjölfar kosningaréttar. Þar gátu þættir á
borð við kyn, fátækt, stétt, fötlun og ómegð orðið til þess að fólk ýmist fékk
ekki kosningarétt eða var svipt honum.
Viðhorfsgreinar eru tvær. Gunnar Sveinbjörn Óskarsson arkítekt og
doktorsnemi í sagnfræði fjallar í grein sinni um ástand og viðhaldsþörf torf-
bæja í kjósarhreppi á síðari hluta 19. aldar, útfrá úttektarbók hreppsins.
Í ljósi þeirrar umfjöllunar ræðir hann um ástæður þess að torfbæir hurfu
smám saman af sjónarsviðinu þegar önnur byggingarefni komu til sögunnar
hér á landi upp úr aldamótunum 1900. Unnur Birna karlsdóttir sagnfræð -
ingur ræðir í grein sinni um sorgarsögu húsnæðisvanda Minjasafns Austur -
lands allt frá stofnun þess á fimmta áratug síðustu aldar og þau áhrif sem
húsnæðisekla safnsins hefur haft á starfsemi þess. Þetta er, líkt og Unnur
bendir á, saga sem áhugavert er að skoða út frá menningarpólitísku sjónar-
horni.
Loks eru í heftinu tíu ritdómar auk tveggja ritfregna, en það er stefna
okkar að fjölga nokkuð ritdómum í Sögu frá því sem verið hefur. Mikil
gróska hefur verið í útgáfu rita um söguleg efni á undanförnum árum. Við
teljum mikilvægt að helsta tímarit á sviði sagnfræði taki þau rit til faglegrar
gagnrýni, enda eru ritdómar eitt af þeim tækjum sem sagnfræðingar nota til
þess að ræða um stöðu þekkingar á hverju sviði og til þess að eiga í samtali
hver við annan um fag sitt, efnivið og aðferðir.
Við viljum að lokum hvetja lesendur til þess að senda okkur efni til birt-
ingar og það er von okkar að Saga verði eftir sem áður fyrsti valkostur höf-
unda fyrir útgáfu á fræðilegu efni um sögu og sagnfræði á íslenskri tungu.
Vilhelm Vilhelmsson og
Erla Hulda Halldórsdóttir
formáli ritstjóra6
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 6