Saga - 2017, Page 16
Höfundarnir fjórir hafa allir sérþekkingu á málefninu, út frá mis-
munandi sjónarhornum. Þau eru Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræð -
ingur, en hún hefur meðal annars unnið við rannsóknir sem snerta
málefni innflytjenda á Íslandi samtímans; Íris Ellenberger sagnfræð -
ingur, sem hefur rannsakað sögu fólksflutninga í íslensku sam -
hengi; Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, en hann hefur
rannsakað tilurð og uppbyggingu þjóðríkja og þjóðernishreyfinga;
Sverrir Jakobs son sagnfræðingur, sem gefur þessari umfjöllun enn
lengri tímavídd því sérsvið hans er miðaldir, þar sem hann hefur
m.a. látið sig varða samskipti Íslands og umheimsins.
Þótt þessir fjórir fræðimenn fengju spurningar til hliðsjónar lögð -
um við áherslu á að þau hefðu frelsi til þess að skrifa út frá eigin
brjósti og tilfinningu, og eru því hugleiðingar þeirra meira í ætt við
esseyju en fræðilegar ritgerðir.
Eins og fram kemur í skrifum þeirra eiga stórfelldir fólksflutn-
ingar sér langa sögu, þar sem ófriður, hungur eða náttúruhamfarir,
sem hrekja fólk frá heimkynnum sínum í leit að betra lífi, hafa fylgt
manninum alla tíð. Það er þó ekki fyrr en á 20. öld, með tilkomu
nútíma þjóðríkja, sem farið er að setja verulegar lagalegar hömlur á
ferðir og flutning fólks milli landa. Raunar kemur einnig skýrt fram
hjá þeim að þær hömlur hafa fremur snúist um kynþætti og trú en
mannfólk sem slíkt. Flóttamenn sem hugtak verður ekki til fyrr en
á 20. öld og þá til að afmarka fólk sem á ekki athvarf í sínu heima-
landi, flytur nauðbeygt milli landa og á þar með lagalegt tilkall til
verndar og aðstoðar alþjóðasamfélagsins. Með hugtakinu er flótta-
fólk aðgreint frá öðrum sem flytja á milli landa en eiga ekki tilkall til
sams konar verndar og aðstoðar. Þannig tekur fólksflutningapólitík
mið af sögulegum áhrifaþáttum þar sem hugmyndir um sögu ólíkra
menningarheima og þjóðernis, um uppruna þeirra og mögulega
eðliseiginleika, hafa veruleg áhrif. Það er í því ljósi sem þeir fjórir
höfundar sem hér reifa efnið frá ólíkum hliðum leggja fræðileg lóð
sín á vogarskál samfélagsumræðunnar um flóttamenn og fólksflutn-
inga.
álitamál — sagan og samtíminn14
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 14