Saga - 2017, Qupperneq 20
dýrabeinum bentu alls ekki til sérstakra tengsla á milli Íslands og
Írlands.6
Eigi að síður hefur áhugi á þeim landnámsmönnum sem voru
hugsanlegu úr öðru menningarumhverfi farið vaxandi og styðst nú
við traustari fræðilega undirstöðu en fyrri ályktanir. Hermann
Pálsson var ötull að draga fram tengsl á milli Írlands og Íslands og
kynnti sér sérstaklega írskar miðaldaheimildir, sem eru mjög ríku-
legar.7 Þá hefur Gísli Sigurðsson ritað mikið um slík tengsl, er varkár
í ályktunum en bendir þó á ýmislegt sem renni stoðum undir þau.8
Jenny Jochens ritaði sérstaklega um viðhorf til framandi kynþátta í
Landnámu og Íslendingabók og fann ýmis dæmi um andúð á útlend-
ingum sem hún tengdi sérstaklega við Íra.9 Á sama tíma var Her -
mann Pálsson farinn að rannsaka tengsl Íslendinga og Sama og
notaði raunar sum sömu dæmin um framandlega landnámsmenn,
sem ekki er alltaf ljóst hvort voru Írar, Samar eða eitthvað annað.10
Að lokum hafa svo rannsóknir í erfðafræði verið notaðar til að rök -
styðja blandaðan uppruna Íslendinga, sérstaklega íslenskra kvenna,
þar sem sýna má fram á tengsl við Bretlandseyjar.11 Þá er áherslan
ekki lengur á menningarleg tengsl heldur á blóðskyldleika en rann-
sóknir á slíku áttu í vök að verjast um langt skeið í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Allar þesskonar rannsóknir eru drifnar áfram af þeirri hugmynd
að Ísland hafi á einhvern hátt verið fjölmenningarlegra á miðöldum
en síðar varð, ekki síst á tíma landnáms og fjölgyðistrúar. Á sama
tíma er einnig vaxandi umræða um að íslensk menning sé sérstak-
lega tengd kristinni trú og jafnvel að sérstök ástæða sé til að leggja
rækt við kristni vegna þess að hún sé hluti af íslenskum menningar -
álitamál — sagan og samtíminn18
6 Sjá t.d. Stefán Aðalsteinsson, „Uppruni íslenskra húsdýra“, Íslensk þjóðmenning
I. Uppruni og umhverfi. Ritstj. Frosti F. Jóhannsson (Reykjavík: Þjóðsaga 1987),
bls. 31−46.
7 Hermann Pálsson, Keltar á Íslandi (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1996).
8 Gísli Sigurðsson, Gaelic influence in Iceland. Historical and literary contacts: A sur-
vey of research ((Reykjavík: Háskólaútgáfan 2000, 2. útg.).
9 Jenny Jochens, „Þjóðir og kynþættir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar“. Þýð.
Sverrir Jakobsson, Saga 37 (1999), bls. 179−217.
10 Hermann Pálsson, Úr landnorðri. Samar og ystu rætur íslenskrar menningar
(Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 1997).
11 Sjá t.d. Agnar Helgason, „Uppruni Íslendinga: vitnisburður prótínafbrigða,
hvatbera-DNA og sögulegrar lýðfræði“, Við og hinir. Rannsóknir í mannfræði.
Ritstj. Gísli Pálsson, Haraldur Ólafsson og Sigríður Dúna kristmundsdóttir
(Reykjavík: Mannfræðistofnun Háskóla Íslands 1997), bls. 228−47.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 18