Saga - 2017, Page 21
arfi. Mjög bar á slíkri umræðu í kringum kristnihátíðina árið 2000,
sem þótti illa sótt og það vera til marks um lítinn áhuga þjóðarinnar
á þessum hluta menningararfsins.12 Áhersla á tengslin milli krist-
innar trúar og íslenskrar menningar hefur þó farið vaxandi og minn-
ir um margt á hugmyndafræði menningarlegra hægrihreyfinga á
Vesturlöndum, sem leggja áherslu á gjána sem ríki milli kristni og
annarra menningarheima, einkum íslam. Enn sem komið er ber hins
vegar lítið á slíkum áhuga innan fræðasamfélagsins.
Afstaða til innflytjenda á miðöldum hefur einnig samtímalegar
skírskotanir. Sjálfur ritaði ég um innflytjendur á Íslandi á 12. og 13.
öld og taldi að Ísland hefði verið tiltölulega opið gagnvart þeim á
þessum tíma, en þó fyrst og fremst þeim innflytjendum sem giftust
inn í íslenskar fjölskyldur og eignuðust jarðnæði á Íslandi. Á þess -
um öldum var vitaskuld ekki til neitt íslenskt ríkisfang; að vera
Íslendingur snerist fyrst og fremst um að vera búsettur á Íslandi. Við
hirð Noregskonungs stóðu Íslendingar iðulega saman en heima á
Íslandi voru tvö biskupsdæmi og dómstörf á alþingi miðuðust við
fjórðunga. Það var ekki fyrr en landið varð hluti af Noregi að Íslend -
ingar urðu skilgreindur hópur sem átti stundum sameiginlegra
hags muna að gæta gagnvart konungsvaldinu. Þá voru ef til vill
komnar forsendur fyrir samstöðu heimamanna gegn útlendingum,
en ekki ber þó á því fyrr en með komu erlendra kaupmanna til
Íslands á 15. og 16. öld að forsendur sköpuðust fyrir myndun
„ofsóknarsamfélags“ (e. persecuting society), svo vísað sé í hugtak frá
sagnfræðingnum R.I. Moore.13 Spánverjavígin á 17. öld voru ein-
ungis stækasta birtingarmynd þess ótta við útlendinga sem fylgdi
komu sjómanna í stórum hópum til landsins.14
Hagnýting sögu í þágu samtímans er óhjákvæmilegur fylgifisk -
ur þess að stunda sagnfræðilegar rannsóknir. Ekki verður heldur
komist hjá því að sagnfræðingar og aðrir fræðimenn velji sér rann-
sóknarefni sem á einhvern hátt taka mið af reynslu þeirra eða lífs -
sýn. Það er því ljóst að hugmyndafræðilegar breytingar innan sam-
álitamál — sagan og samtíminn 19
12 kolbeinn Óttarsson Proppé, „Hetjudýrkun á hátíðarstundu. Þjóðhátíðir og
viðhald þjóðernisvitundar“, Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Jón yngvi Jóhannsson,
kolbeinn Óttarsson Proppé og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2003), bls. 151−66.
13 Sjá Sverrir Jakobsson, „Útlendingar á Íslandi á miðöldum“, Andvari 126 (2001),
bls. 36−51.
14 Sjá t.d. Torfi H. Tulinius, „Voru Spánverjavígin fjöldamorð?“, Ársrit Sögufélags
Ísfirðinga 46 (2006), bls. 103−18.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 19