Saga - 2017, Page 23
íris ellenberger
kerfisvæðing flóttans
Við upphaf 10. áratugar tuttugustu aldar töldu fræðimenn sig hafa
séð að fólksflutningar hefðu tekið stakkaskiptum sem rekja mætti til
tæknibyltingar í fjarskiptum og samgöngum. Það tæki ekki lengur
vikur eða mánuði að ferðast á milli staða heldur væri nóg að stíga
upp í flugvél sem ferjaði mann til nýs áfangastaðar á aðeins nokkr-
um klukkustundum. Liðin væri sú tíð að innflytjendur þyrftu að
senda bréf með skipum og póstvögnum til að halda sambandi við
vini og ættingja í upprunalandinu; nú dygði að taka upp símtólið
eða senda tölvupóst sem kæmist til viðtakanda á augabragði. Fræði -
mennirnir voru sannfærðir um að þessar tækninýjungar myndu
leiða til áður óþekkts ástands, sem þeir kölluðu transnationalism á
ensku og hefur verið þýtt sem þverþjóðleiki eða þverþjóðleg tilvera á
íslensku. Þverþjóðleiki gerði innflytjendum kleift að halda það góð -
um tengslum við upprunalandið að þeir tilheyrðu sviðum sem
gengju þvert á landamæri þjóðríkja. Í stuttu máli að þeir lifðu lífi
sínu í tveimur eða fleiri löndum í senn.15
Það leið þó ekki á löngu þar til fræðimenn, sem rannsökuðu
sögulega fólksflutninga, bentu á að þverþjóðleiki væri ekki óþekkt
ástand heldur nýtt sjónarhorn á aldagamalt fyrirbæri.16 Var þá sér-
staklega litið til tímabilsins 1880–1914, þegar tæp milljón Evrópubúa
flutti sig um set árlega, aðallega til Bandaríkjanna, kanada og Ástralíu.
Straumar lágu einnig frá kína og Indlandi til Vesturheims, Ástralíu
og Afríku auk þess sem fólk var talsvert á faraldsfæti innan Asíu. Á
þessum tíma voru litlar lagalegar hömlur gegn fólksflutningum og
þær sem þó giltu voru fremur takmarkaðar að umfangi, t.d. lög sem
bönnuðu fólksflutninga frá kína til Bandaríkjanna og komu í veg
fyrir að kínverjar gætu orðið bandarískir ríkisborgarar. Geta fólks
til að flytja sig um set valt því ekki fyrst og fremst á lögum og landa-
álitamál — sagan og samtíminn 21
15 Linda Basch, Nina Glick-Schiller, Cristina Szanton Blanc, Nations Unbound.
Transnational Projects, Postcolonial Predicaments, and Deterritorialized Nation-States
(Langhorne: Gordon and Breach 1994).
16 Alejandro Portes, „Conclusion: Theoretical convergencies and empirical evi-
dence in the study of immigrant transnationalism“, The International Migration
Review 37:3 (2003), bls. 874–892, einkum bls. 886.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 21