Saga - 2017, Side 24
mærum heldur frekar á tengslanetum og fjármagni til ferðalagsins.
Átti það jafnt við fólk á flótta og fólk sem færði sig um set milli
landa af öðrum ástæðum, enda ekki alltaf auðvelt að greina þar á
milli því að engin eining ríkti um merkingu þessara hugtaka.
Við upphaf 20. aldar urðu breytingar þar á. Þjóðríkið hafði fest
sig í sessi og sífellt fleiri ríki settu lög sem takmörkuðu ferðir fólks
yfir eigin landamæri. Árið 1917 settu Bandaríkin umfangsmikil inn-
flytjendalög, sem takmörkuðu ferðir „óæskilegs fólks“ til landsins,
og var þeim sérstaklega ætlað að hamla aðflutningi fólks frá Asíu og
nálægum ríkjum en einnig fólks með geðrænar og líkamlegar
skerðingar. Árið 1924 tóku bandarísku innflytjendalögin (e. The US
Immigration Act) gildi en þau útilokuðu frekari innflutning fólks frá
Asíu og kváðu á um stranga kvóta á fólksflutninga frá öðrum lönd-
um. Önnur ríki fóru að dæmi Bandaríkjanna, m.a. Ísland sem setti
sín fyrstu lög um útlendinga árið 1920 og fylgdi þeim eftir með lög-
um um atvinnuréttindi útlendinga árið 1927. Með þessum lögum
voru í fyrsta sinn settar kerfisbundnar lagalegar takmarkanir á komu
fólks til landsins og rétt þess til að stunda hér atvinnu. kreppan
mikla, sem hófst undir lok þriðja áratugarins, ýtti síðan frekar undir
viðleitni vestrænna ríkja til að loka landamærum sínum og hafa
strangt eftirlit með því hverjir fengju að koma inn í landið og setjast
þar að.
Ríkara eftirlit með útlendingum og hömlur á fólksflutninga höfðu
að sjálfsögðu einnig áhrif á möguleika flóttafólks til að flytja sig um
set. Hinni nýju löggjöf var, líkt og í Bandaríkjunum, oft beint gegn
óæskilegu fólki: glæpamönnum, fötluðu fólki, veiku fólki, róttæk -
lingum og þar fram eftir götunum. Það endurspeglast einnig í ís -
lensku lögunum, sem sett voru árið 1920, en í þeim var kveðið á um
að meina mætti útlendingum að dveljast og setjast að í landinu ef
þeir gætu ekki sýnt fram á framfærslu án aðstoðar hins opinbera,
greindu rangt eða ekki frá því hvers vegna þeir væru komnir til
landsins, hefðu verið eftirlýstir eða dæmdir fyrir brot sem væri „sví -
virðilegt að almenningsáliti“ erlendis, ef hætt væri við að störf
þeirra eða dvöl á Íslandi gæti talist „hættuleg eða bagaleg hagsmun-
um ríkisins eða almennings“ eða þeir væru haldnir ótilgreindum
sjúkdómum. Jafnframt var dómsmálaráðherra heimilt að vísa fólki
úr landi af sömu ástæðum.17 Markmið laganna var að tryggja að
álitamál — sagan og samtíminn22
17 Lög um eftirlit með útlendingum nr. 18/1920, 10. maí. Stjórnartíðindi A 1920,
bls. 22.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 22