Saga - 2017, Page 25
erlent fólk yrði ekki fjárhagsleg byrði á íslenska ríkinu og úthýsa
glæpa- og misindismönnum.
Þessum lögum var ekki sérstaklega beint gegn flóttafólki en það
leið þó ekki nema eitt ár frá setningu þeirra og þar til rússneska
flóttamanninum Nathan Friedman var vísað úr landi, að ráði land-
læknis, undir því yfirskyni að hann væri haldinn smitandi augn-
sjúkdómi.18 Þá var útlendingalöggjöfinni einnig beitt gegn gyðing-
um í síðari heimsstyrjöldinni og hún t.d. notuð til að vísa Olgu og
Hans Rottberger og börnum þeirra úr landi árið 1938.19 Örlög
Friedmans og Rottberger-hjónanna eru aðeins tvö dæmi af mörgum
um það hvernig tilkoma þjóðríkisins og yfirráð þess yfir landamær-
um sínum setti flóttafólk í viðkvæma stöðu. Ekki leið heldur á löngu
þar til „flóttamannavandi“ kom upp í kjölfar síðari heimsstyrjaldar-
innar, þegar um 40 milljón manns voru á flótta í Evrópu en nýleg
útlendingalöggjöf Evrópuríkja takmarkaði mjög möguleika þeirra á
að finna sér samastað. Lausnin á þessum vanda varð sú að Sam -
einuðu þjóðirnar settu á fót svokallaða Flóttamannastofnun og undir -
rituðu flóttamannasamning árið 1951 en hann tók gildi þremur árum
síðar. Við það varð í fyrsta sinn til almenn og alþjóðlega viðurkennd
skilgreining á hugtakinu „flóttamaður“: sá einstaklingur sem „er
utan heimalands síns vegna atburða, sem gerðust fyrir 1. janúar
1951, og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur … er utan þess
lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur.“20 Stofnuninni var
fyrst aðeins ætlað að starfa tímabundið en fljótt varð ljóst að flótta-
mönnum færi síður en svo fækkandi og árið 1967 var gerð viðbótar-
bókun sem tryggði starfsemi hennar til frambúðar.
Saga Flóttamannastofnunarinnar sýnir okkur að stórir hópar
fólks hafa áður verið á flótta í Evrópu og því má að vissu leyti segja
að fólksflutningarnir frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum eigi
álitamál — sagan og samtíminn 23
18 Lesa má nánar um það mál, sem ýmist var kallað Drengsmálið eða Hvíta
stríðið, í: Hendrik Ottósson, Hvíta stríðið (Hafnarfjörður: Skuggsjá 1980); Guð -
mundur J. Guðmundsson, „Hvíta stríðið í máli og myndum“, Ný saga 7 (1995),
bls. 97–103; Pétur Pétursson, „„Drengsmálið“ og eftirmál“, Morgun blaðið 21.
feb. 2005, bls. 26.
19 Einar Heimisson, „Vísað aftur í dauðann af íslenskum stjórnvöldum“, Þjóðlíf
7:4 1988, bls. 31–35.
20 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Handbók um réttarstöðu flóttamanna;
málsmeðferð og skilyrði samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951 og bókun frá
1967 um réttarstöðu flóttamanna (Reykjavík: Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna 2008), bls. 10.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 23