Saga - 2017, Side 28
ganginn þann að tryggja friðhelgi einkalífsins, en þó vekur tíma-
setning ákvörðunarinnar grunsemdir því hún kom í kjölfar þess að
tilraunir íslenskra yfirvalda til að reka hælisleitendur úr landi kom-
ust í fjölmiðla og sýndu bæði Útlendingastofnun og lögregluna í
mjög neikvæðu ljósi.25 Raunverulegur tilgangur aðgerðanna er því
vafalaust einnig að koma í veg fyrir að brottvísanir náist á mynd og
hindra hælisleitendur í að tengjast heimafólki, svo að enginn sakni
þeirra eða hreyfi mótmælum þegar þeir eru fluttir úr landi. Þannig
mætti færa rök fyrir því að verið sé að setja hælisleitendur í félags-
lega og menningarlega einangrun. Ísland tekur einnig reglulega á
móti kvótaflóttafólki, að tilstuðlan Flóttamannastofnunar Samein -
uðu þjóðanna, en þar er málum aftur á móti öfugt farið. Lögð er
ofuráhersla á að flóttamennirnir aðlagist, eða samlagist helst, ríkj -
andi menningu svo að áhrif þeirra á menningu og samfélag verði
sem minnst. Þá eru reyndar ákveðin svið undanskilin, t.d. matar-
menning þar sem landsmönnum finnst það í lagi og jafnvel æskilegt
að fá „framandi“ krydd í tilveruna.
Þegar tilraunir til að takmarka samfélagsleg og menningarleg
áhrif flóttamanna og annarra innflytjenda eru skoðaðar nánar má sjá
að helsta forsenda þeirra er hugmyndin um þjóðmenningu sem
afmarka megi við strendur Íslands. Beggja vegna Atlantshafsins séu
síðan aðrar þjóðir sem búi yfir annarri menningu innan sinna landa-
mæra. En það er ekki svo einfalt. Landamæri ákvarða ekki endilega
útlínur menningar heldur mætti fremur líta svo á að hver mann -
eskja sé hluti af mörgum stærri eða smærri menningarheildum, sem
geta verið staðbundnar eða þverþjóðlegar. Fólk sem býr á Íslandi er
hluti af menningu landsins (hvernig svo sem hún er skilgreind) en
einnig menningu bæjarins, borgarinnar eða landshlutans sem það
býr í, t.d. reykvískri eða vestfirskri menningu. Það er einnig hluti af
evrópskri og vestrænni menningu sem hefur mikil áhrif á hina stað -
bundnu menningu í gegnum fjölmiðla, ýmsar menningar af urðir,
innflytjendur og Íslendinga búsetta erlendis. Íbúar af erlendum
uppruna geta þess utan einnig verið hluti af menningu uppruna-
landsins, þrátt fyrir að þeir búi víðs fjarri eða tilheyri díasporu sem
er dreifð um stór landsvæði, stundum margar heimsálfur, þvert á
landamæri þjóðríkja. Fólk getur þannig líka tilheyrt menningu sem
álitamál — sagan og samtíminn26
25 Vef. Jón Bjarki Magnússon, „Innanríkisráðuneytið samþykkir að banna
sjálfboðaliðum að heimsækja flóttafólk“, Stundin, 28. júní 2016, http://stund.in
/F8B, sótt 12. mars 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 26