Saga - 2017, Blaðsíða 29
er ekki staðbundin, t.d. alþjóðlegri menningu hinsegin fólks en hún
mótaðist í upphafi af samhjálp og gagnkvæmri aðstoð meðlima sem
tilheyrðu jaðarsettum hópi.
Þessi ólíka menning tvinnast saman, skarast og/eða tekst á og
fyrir vikið er það sem við köllum menningu hverju sinni í stöðugri
mótun. Menningarleg áhrif verða því ekki svo auðveldlega úti lokuð,
sama þótt við reynum að einangra utanaðkomandi fólk félags- og
menningarlega eða gerum því að afmá öll „óæskileg“ menningar-
einkenni. Menningaráhrifin verða alltaf einhver, bein eða óbein, en
þess utan fara þau eftir því hvernig menning er skilgreind. Þegar
rætt er um menningaráhrif fólks af erlendum uppruna er yfirleitt átt
við matar, efnis- eða hversdagsmenningu, stundum hámenningu á
borð við myndlist og tónlist. Það má aftur á móti færa rök fyrir því
að sess innflytjenda og flóttamanna í samfélaginu beri ákveðinni
menningu vitni. Þannig sé einangrunarstefna Útlendingastofnunar
hluti af ákveðinni menningu, sem og sú samlögunarstefna hefur
verið ríkjandi gagnvart kvótaflóttafólki og öðrum innflytjendum um
langt skeið. Á svipaðan hátt færi ég rök fyrir því í doktorsritgerð
minni, sem fjallar um danska innflytjendur á Íslandi 1900–1970, að
bæjarmenning Reykjavíkur á fyrstu áratugum 20. aldar hafi verið
afar opin gagnvart fólki frá öðrum löndum og að bærinn hafi verið
vettvangur þar sem menning aðflutts sveitafólks, innflytjenda og
innfæddrar borgarastéttar blandaðist saman, skaraðist og tókst á.
Sterk staða innflytjenda hafi verið hluti af bæjarmenningunni.26
Menningarleg og samfélagsleg áhrif flóttafólks, eða innflytjenda
almennt, verða ekki umflúin. Þau kalla alltaf á ákveðin viðbrögð,
sem verða til í menningunni og taka á sig mynd sem veltur á stað -
bundnum og sögulegum aðstæðum, þrátt fyrir allar tilraunir þjóð -
ríkja á 20. og 21. öld til að takmarka, stjórna og móta, í áður óþekkt-
um mæli, þá strauma fólks sem liggja um landamæri þeirra.
álitamál — sagan og samtíminn 27
26 Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970. Félagsleg staða, sam -
þætting og þverþjóðleiki (Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2013),
bls. 91–116.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 27