Saga - 2017, Side 30
guðmundur hálfdanarson
„Fyrir Ísland og Íslendinga“
Síðla árs 2006 hófst hávær umræða í íslenskum fjölmiðlum um það
sem sumum fannst ógnvænleg fjölgun innflytjenda í landinu. Hvat -
inn að þessum deilum var stríður straumur erlends verkafólks til
landsins frá Austur-Evrópu, og þá sérstaklega frá Póllandi, sem
nýtti sér nýfengin réttindi sín um frjálsa för vinnandi fólks milli
landa Evrópska efnahagssvæðisins.27 Upphaf umræðunnar var
grein eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann, síðar þingmann
Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í einu
dagblaðanna 1. nóvember þetta ár, en þar vísar Jón í ótilgreindar
fréttir um það að straumurinn til landsins sé „svo mikill að yfirvöld
henda engar reiður á því hvað margir útlendingar hafa sest hér að“.
Reiknaði hann út að með þessu áframhaldi „þá yrðum við orðin 400
þúsund í landinu árið 2015 og útlendingar eða nýbúar 80 þúsund“.
Þessum fólksflutningum fylgdi margháttaður vandi, fullyrti lög -
mað ur inn, ekki síst ef hingað tæki að flytjast „fólk úr bræðralagi
Múhameðs sem hefur sín eigin lög og virðir ekki lágmarksmannrétt-
indi og misbýður konum“. Hafði Jón verulegar áhyggjur af framtíð
íslensks þjóðernis ef svo héldi fram sem horfði. „Sættum við okkur
við það, er okkur sama um að fimmti hver Íslendingur árið 2020 tali
ekki íslensku? Þekki ekki sögu þjóðarinnar?“, spurði hann.
Við erum svo lítið sandkorn í þjóðahafinu að mesta ógn sem sjálfstæð
íslensk þjóð og íslensk menning hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir
er núna. Það er okkar hlutverk að velja leiðina áfram. Fyrir Ísland og
Íslendinga.28
Grein Jóns Magnússonar var hugsuð sem innlegg í kosningabaráttu
Frjálslynda flokksins vegna alþingiskosninga, sem halda átti í maí
árið eftir, og fljótlega stigu ýmsir af forystumönnum flokksins fram
og tóku undir málflutning hans.29 Þar var fremstur í flokki vara-
álitamál — sagan og samtíminn28
27 Vef. Mannfjöldi eftir fæðingarlandi, kyni, aldri, 1. janúar 1998–2016. Hagstofan.
https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/bakgrunnur/
28 Jón Magnússon, „Ísland fyrir Íslendinga?“, blaðið, 1. nóvember 2006, bls. 16; Jón
Magnússon, „Íslenskt samfélag og innflytjendur“, Ritið 7: 2–3 (2007), bls. 23–26.
29 Sbr. „Stefna Frjálslyndra í málefnum innflytjenda vekur ugg“, Fréttablaðið, 6.
nóvember 2006, bls. 1.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 28