Saga - 2017, Page 31
formaðurinn, Magnús Þór Hafsteinsson, en nokkrum dögum síðar
auglýsti hann á Alþingi eftir viðbrögðum sitjandi ríkisstjórnar við
væntanlegri Evrópusambandsaðild Búlgaríu og Rúmeníu. „Í þess -
um löndum búa um 30 millj. manns“, benti hann þingheimi á. Þau eru
hundrað sinnum fjölmennari en Ísland, fátæk ríki, og mig fýsir að vita
hvort vænta megi einhvers konar frumvarps frá ríkisstjórninni hingað
inn í þingið þar sem breyta þarf þá lögum, vænti ég, um frjálsan
atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins
og lögum um atvinnuréttindi útlendinga.30
Fáir tóku undir áhyggjur Magnúsar Þórs á þingi eða í fjölmiðlum,
þótt skoðanakannanir sýndu verulegan stuðning við hann meðal al -
menn ings og margir fögnuðu orðum þingmannsins í athugasemdum
á bloggsíðu hans.31 Þannig þakkaði kona, sem kallaði sig Þóru Lísebet
Noregsfara, honum kærlega, í athugasemd skrifaðri 7. nóvember
2006, fyrir að vekja athygli á málinu með þeim orðum að barátta
Magnúsar Þórs kynni að forða Íslendingum frá þeim vandamálum
sem nágrannalöndin ættu við að stríða í innflytjendamálum. „Ég hef
verið búsett í Noregi síðustu árin,“ skrifar Þóra í athuga semd sinni,
þar sem stjórnflokkar virðast togast á árum saman um útlendingamál
í landinu án þess að nokkur breyting verði þar á og vil ég helst hlífa
mínu kæra Íslandi fyrir slíkum vandræðum, ef svo má að orði komast.
… Íslendingar eru það fámenn þjóð, að ef ekkert er gert í málinu
endum við uppi sem minnihluti í okkar eigin landi. Nú hef ég alls ekk-
ert á móti útlendingum, og síst þeim sem geta unnið fyrir sér, en ein-
hversstaðar verður að draga línu … og það skýra línu!32
álitamál — sagan og samtíminn 29
30 Vef. Magnús Þór Hafsteinsson, „Erlent vinnuafl og innflytjendur“. Alþingi, 133.
löggjafarþing − 21. fundur, 6. nóv. 2006. http://www.althingi.is/altext/raeda/
133/rad20061106T152245.html; „Lýsir eftir stefnu í útlendingamálum“, Morgun -
blaðið, 7. nóvember 2006, bls. 10.
31 „Þriðjungur telur fjölda útlendinga hér vera vandamál“, Fréttablaðið, 10. nóv-
ember 2006, bls. 4. Ríkisstjórnin nýtti sér þó heimild til að fresta frjálsu flæði
vinnuafls frá löndunum tveimur í tvö ár, sbr. Vef. „Undanþáguheimild beitt
varðandi vinnuafl frá Búlgaríu og Rúmeníu“, Mbl.is, 7. nóvember 2007.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/11/07/undanthaguheimild_beitt_var
dandi_vinnuafl_fra_bulga/
32 Vef. „Fátt um svör hjá félagsmálaráðherra“. Bloggsíða Magnúsar Þórs Haf -
steinssonar, 6. nóvember 2006. http://wayback.vefsafn.is/wayback/2006111
5032053/http://www.magnusthor.is/default.asp?sid_id=23965&tre_rod=006|
&tId=2&fre_id=43022&meira=1. Stafsetning á beinum tilvitnunum í blogg -
síður er lagfærð samkvæmt réttritunarreglum.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 29