Saga - 2017, Blaðsíða 33
komið þaki yfir höfuðið án þess að lenda í skuldaklafa út
ævina.“35
Allt eru þetta kunnugleg stef úr stjórnmálaumræðu samtímans,
hvort sem við lítum til þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bret -
lands úr Evrópusambandinu og forsetakosninga í Bandaríkjunum á
síðasta ári eða málflutnings stjórnmálaflokka á borð við Front
national í Frakklandi. Í öllum þessum tilvikum hafa málefni tengd
innflytjendum leikið lykilhlutverk, þar sem því er í senn mótmælt
að erlendu verkafólki sé hleypt inn fyrir landamærin og að tekið sé
á móti hælisleitendum á flótta frá átakasvæðum í Miðausturlöndum
eða Afríku. Í orðræðu þeirra sem vilja takmarka innflutning fólks að
utan verður „innflytjandinn“ táknmynd alls þess sem grefur undan
lífi og tilveru kjósenda, hvort sem það er atvinna, lífshættir eða
almennt öryggi. Þannig hóf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna,
kosningabaráttu sína fyrir tveimur árum með því að saka nágranna-
ríkið Mexíkó um að senda vandræðafólk norður yfir landamærin og
leysa þannig sín eigin vandamál á kostnað bandarískra ríkisborgara.
Ólöglegir innflytjendur að sunnan „bera með sér eiturlyf“, fullyrti
hann. „Þeir bera með sér glæpi. Þeir eru nauðgarar.“ Svar hans við
vandanum var að reisa múr á landamærunum sem myndi bægja
ógninni frá, eða með hans eigin orðum:
Ég myndi byggja stórkostlegan múr, og enginn byggir múra betur en
ég, trúið mér, og ég byggi þá afar ódýrt, ég mun byggja stórkostlegan,
stórkostlegan múr á suðurlandamærum okkar. Og ég mun láta Mexíkó
borga fyrir múrinn.36
Fáir tóku Donald Trump alvarlega í upphafi, því að málflutningur
hans átti sér litla stoð í raunveruleikanum. Innflytjendur sem fara
ólöglega yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna eru ekki sendimenn
mexíkóskra yfirvalda og rannsóknir sýna að þeir eru ekkert líklegri
til að fremja glæpi en Bandaríkjamenn.37 Eins munu mexíkóskir
álitamál — sagan og samtíminn 31
35 Guðmundur Þorleifsson, Facebook-síða Íslensku þjóðfylkingarinnar, 8. apríl
2017. https://www.facebook.com/groups/447238292142338/
36 Vef. „Full text: Donald Trump announces a presidential bid“. Washington Post,
16. júní 2015. https://www.washingtonpost.com/news/post-politics/wp/2015
/06/16/full-text-donald-trump-announces-a-presidential-bid/?utm_term=.
e891aabaa921#annotations:7472559
37 Sjá m.a. David Green, „The Trump Hypothesis: Testing Immigrant Populations
as a Determinant of Violent and Drug-Related Crime in the United States“,
Social Science Quarterly 97:3 (2016), bls. 506–524.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 31