Saga - 2017, Page 36
hallfríður þórarinsdóttir
Flóttafólk: ógnir og afmennskun
eða ábyrgð og ávinningur?
„Við stöndum nú frammi fyrir stærsta vanda flóttamanna- og nauð -
ungarflutninga nokkru sinni. Umfram allt þá er þetta ekki einungis
tölulegur vandi heldur snýst vandinn líka um samstöðu.“ — Ban ki
Moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna.42
Síðla árs 2015 brast á straumur flóttamanna til Evrópu með áður
óþekktum þunga. Síðan hefur varla liðið sá dagur að ekki berist
fréttir og myndir af flóttafólki í neyð, fólki sem býr við ömurleg kjör,
fólki sem margt hefur upplifað skelfingar stríðsátaka, sprengju -
árásir, manndráp, limlestingar, ofbeldi og nauðganir. Stærstur hluti
þessa fólks hefur flúið stríðsátök í Miðausturlöndum — einkum
Sýrlandi, Írak og Afganistan — og Norður-Afríku, auk fjarlægari
ríkja — Jemen og Sómalíu. Þúsundir hafa lagt á sig svaðilfarir með
manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið í þeirri von að geta eignast
nýtt líf innan pólitískra landamæra Evrópu. Björgunarskip hafa náð
að bjarga þúsundum en aðrir, karlar, konur og börn, náðu aldrei til
fyrirheitna landsins heldur drukknuðu á leiðinni. Hundruð þús -
unda lögðu af stað fótgangandi í norðurátt, einkum til Þýskalands
og Svíþjóðar sem hvort um sig opnaði landamæri sín. Neyðar -
búðum var komið upp í Grikklandi og á Ítalíu, vandinn var risavax-
inn og helltist yfir á örskömmum tíma.
Hinn mannlegi harmleikur, sem endurspeglaðist í örvæntingu
flóttamannanna og skelfilegu hlutskipti þeirra var yfirþyrmandi og
kallaði fram sterk tilfinningaleg viðbrögð. Enginn vill finna sig í
þessum sporum. Þegar straumurinn til Evrópu var hvað mestur og
kastljós fjölmiðlanna í hámarki kom fram í pólitískri og samfélags-
legri umræðu bæði stuðningur og andstaða við móttöku flótta-
manna. Einstaklingar og hjálparsamtök víðsvegar um álfuna, m.a. á
álitamál — sagan og samtíminn34
42 Vef. Global Trends: Forced Displacement in 2015 (The UN Refugee Agency
(UNHRC) – Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, 2016): https://s3.amazo-
naws.com/unhcrsharedmedia/2016/2016-06-20-global-trends/2016-06-14-
Global-Trends-2015.pdf, sótt 27. apríl 2016.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 34