Saga - 2017, Page 37
Íslandi, lýstu sig reiðubúin til að taka á móti flóttafólki og jafnvel
opna heimili sín fyrir því. Pólitísk yfirvöld og almenningur víðsveg-
ar sendi fjármuni og hjálpargögn í neyðaraðstoð. Á sama tíma reis
víða um álfuna mikil alda mótmæla og andspyrnu meðal almenn-
ings og yfirvalda. Sum ríki settu upp gaddavírsgirðingar á landa-
mærum sínum — t.d. Ungverjaland — og beittu herafla til að varna
því að flóttamenn kæmust inn. Enn önnur ríki tóku það til bragðs
að keyra flóttamenn yfir landamæri sín til annars ríkis — losuðu sig
við „vandamálið“. Enn önnur sátu nánast aðgerðalaus hjá eða beittu
lögum til hins ýtrasta til að koma í veg fyrir að þurfa að taka við
flóttafólki.
Þegar Þýskaland hafði tekið á móti um sjö hundruð þúsund
flótta mönnum og Svíþjóð hátt á annað hundrað þúsund, og óánægja
heima fyrir óx, hertu bæði ríkin mjög öll skilyrði fyrir móttöku. Ljóst
var að pólitíska sýn, samstöðu og vilja skorti meðal leiðtoga
Evrópuríkja til að leysa þennan vanda, sem átti ekki sinn líka frá því
á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Auk þess gætti víða vaxandi
andstöðu meðal almennings heima fyrir. Evrópusambandið „leysti“
vandann með því að semja við Tyrkland um að annast flóttafólk af
nálægum átakasvæðum. Samningurinn tók gildi í mars 2016 og
Tyrkir fá ríkulega launað fyrir greiðann. Þrátt fyrir þessa „lausn“ er
langt í frá að flóttamönnum fari fækkandi eða þeir séu hættir að
reyna að komast til Evrópu. Áætlað er að um fimm þúsund flótta-
menn hafi drukknað í Miðjarðarhafi árið 2016.
Þann 19. september 2016 komu þjóðarleiðtogar heimsins saman
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja svokallaða
New York-yfirlýsingu fyrir flóttamenn og inn/útflytjendur (New york
Declaration for Refugees and Migrants). yfirlýsingin felur í sér póli-
tískan vilja þjóðarleiðtoga til að vernda rétt flóttafólks og (fólks)flytj-
enda, bjarga lífi og deila ábyrgð á öllum meiriháttar fólksflutningum
sem eru af hnattrænni stærðargráðu.
Hver er flóttamaður?
Samkvæmt skilningi Flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna
(UNHCR) frá 1951 — sem Ísland er aðili að — og viðauka hans frá
1967 er flóttamaður skilgreindur sem „sá sem er utan heimalands
síns … og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþátt-
ar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum
eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta,
álitamál — sagan og samtíminn 35
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 35