Saga - 2017, Side 39
eru ekki alltaf skýr. Í þessu sambandi má til dæmis velta fyrir sér
hvort Íslendingar, sem fóru til Norður-Ameríku á ofanverðri nítj-
ándu öld, hafi flutt af löngun einni saman eða verið að flýja náttúru-
hamfarir (áhrif eldgosa og hafíss) eða staðnað hagkerfi og félagsgerð
eða jafnvel allt þetta í bland.
Opinberar tölur um flóttamenn hafa verið skráðar og birtar frá
og með samþykkt Flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna 1951.
Síðan 1996 hefur hlutfall þess fólks sem neyðst hefur til að yfirgefa
heimili sín hækkað um 75% (úr 37.3 milljónum 1996 í 65.3 árið 2015).
Hlutfallið hélst að mestu óbreytt framan af en hækkaði verulega árið
2011, samfara átökum í kjölfar arabíska vorsins og stríðinu í Sýrlandi
ásamt stríðsátökum á öðrum svæðum, og hefur farið stigvaxandi
síðan. yfirgnæfandi meirihluti alls flóttafólks, 86% eða næstum níu
af hverjum tíu, hefur leitað skjóls í löndum í hinu hnattræna suðri
og þar af eru fjölmennustu móttökulöndin Tyrkland, Pakistan og
Líbanon sem liggja næst mestu átakasvæðunum. Í Tyrklandi eru 2.5
milljónir, í Pakistan 1.6 milljónir og í Líbanon 1.1 milljón og þar er
fimmta hver manneskja flóttamaður, sem jafngildir því að á Íslandi
væru um sextíu þúsund flóttamenn.
Á meðal flóttamanna heimsins er helmingur börn (51%). Ríflega
helmingur alls flóttafólks (54%) kemur frá þremur stríðshrjáðum
löndum: Sýrlandi, Afganistan og Sómalíu. Talið er að um hundrað
þúsund fylgdarlaus börn séu á vergangi. Öryggi flóttafólks, einkum
kvenna, stúlkna og barna af báðum kynjum, er víða í mikilli hættu
vegna nauðgana og rána. Aðgengi að menntun og óteljandi öðrum
þáttum er auk þess ábótavant.
Árið 2015 komu rúmlega 1.3 milljónir flóttamanna til Evrópu,
flestir frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og öðrum stríðshrjáðum löndum,
aðrir frá Sómalíu, Jemen og svo löndum sunnan Sahara. Margir þeirra
sem komu frá Sýrlandi höfðu upphaflega flúið stríðsátök í heimalandi
sínu, Írak. Aðeins hluti þessa fólks hefur fengið hæli í Evrópu, mörg-
um hefur verið synjað, einkum Afgönum og öðrum sem koma frá
löndum þar sem ekki ríkir stríð, samkvæmt þeirri skilgreiningu að
heimaríki eigi í stríði við annað ríki. Enn aðrir eru í biðstöðu.
Í heildarsamhenginu er fjöldi flóttamanna í Evrópu aðeins 7%
allra þeirra sem reiknast sem flóttamenn á heimsvísu, þ.e.a.s. fólks
sem komið er yfir pólitísk landamæri síns ríkis. Í ljósi þessara stað -
reynda er fróðlegt að velta fyrir sér „flóttamannavandanum“ í
Evrópu. Hvar liggur „vandinn“? Liggur hann í flóttafólkinu, meðal
almennings heima fyrir eða hjá stjórnvöldum? Svarið er ekki endi-
álitamál — sagan og samtíminn 37
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 37