Saga - 2017, Side 40
lega einfalt en ljóst er að „flóttamannavandinn“ í Evrópu og annars
staðar er í senn siðferðilegur, pólitískur og praktískur og honum
fylgja ótal verkefni og áskoranir sem þarf að leysa.
„Flóttamannavandinn“ í Evrópu
Þótt Evrópu, undir forystu ESB, hafi tekist að nánast loka á flóttafólk
og láta nágrannaríki átakasvæðanna bera hitann og þungann af
vandanum, og álfan sé þar með að hluta til búin að losa sig undan
ákveðnum praktískum þáttum, er ekki þar með sagt að vandinn sé
leystur, hvorki pólitískt né siðferðilega. Það sem afhjúpaðist þegar
örvæntingarfullir flóttamenn streymdu inn fyrir mörk Evrópusam -
bandsins var skortur á sameiginlegri sýn, samstöðu og vilja póli-
tískra stjórnvalda álfunnar til að taka á vandandum í bráð og lengd.
Fleiri pólitískir og siðferðilegir þættir tengjast tilurð flóttamanna,
ekki síst viðvarandi stríðsátök í Miðausturlöndum þar sem Vestur -
veldin bera mikla ábyrgð og er Ísland þar ekki undanskilið. Ný -
lendustefna evrópskra stórþjóða lifir góðu lífi, þótt í breyttri mynd
sé, og fær ómældan stuðning frá heimsvaldastefnu Bandaríkjanna,
sem stundað hafa stríðsrekstur á þeim sömu svæðum og alið hafa af
sér flesta flóttamenn. Stríðsrekstur er ábatasöm iðja; vopnafram-
leiðendur, verktakar og óteljandi aðilar eiga þar mikilla hagsmuna
að gæta. Viðvarandi arðrán iðnríkja á ríkjum hins hnattræna suðurs,
samfara bágu pólitísku stjórnarfari heima fyrir, ýtir undir vandann.
Vandamálin eru stór og líf milljóna fólks er undir.
Hvernig horfa flóttamannamálin við Íslandi og Íslendingum?
Hér, líkt og annars staðar, eru skoðanir skiptar. Skoðanakannanir
hafa allar sýnt að meginþorri fólks er hlynntur því að taka á móti
flóttamönnum en greinir á um hversu marga. Mest andstaða virðist
vera meðal elstu kynslóðanna og þeirra sem minnsta menntun hafa.
Sögulega séð hefur Ísland verið eftirbátur nágrannalandanna, hvort
heldur litið er til austurs eða vesturs. Heildarfjöldi flóttamanna sem
komið hafa til Íslands er mjög lítill, bæði tölulega og hlutfallslega. Á
sextíu ára tímabili, 1956–2016, hefur ríkið tekið á móti 605 kvóta-
flóttamönnum en flestir komu eftir stofnun Flóttamannaráðs 1995,
eða 401. Af þeim eru 69 Sýrlendingar sem komu 2015 og 2016.45
álitamál — sagan og samtíminn38
45 Tölur um fjölda flóttamanna á Íslandi má sjá á vef velferðarráðuneytisins. Vef.
https://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/flottafolk/mottaka/nr/1228,
sótt 28. apríl 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 38