Saga - 2017, Page 41
Aðrir flóttamenn, þ.e. fólk sem kemur á eigin vegum og biður um
hæli, eru fáir. Lengst framan af reyndist afar erfitt að fá hæli á Ís landi
en á undanförnum árum hefur hælisleitendum fjölgað þó nokkuð, m.a.
vegna aukinna flugsamgangna til landsins, og hafa allnokkrir fengið
hæli. Á heimasíðu Útlendingastofnunar, sem hefur umsjón með mála-
flokknum, er einungis að finna heildartölur yfir hælisumsóknir og
-veitingar árin 2015 og 2016 en á þeim árum fengu 193 einstaklingar
hæli, flestir frá fyrrgreindum átakasvæðum og meirihluti karlmenn.46
Að frátöldum Albönum og Makedónum, sem ekki flokkast sem
flóttamenn, hafa engu að síður, hundruðir raunverulegra flóttamanna
leitað hælis í landinu en þeim hefur verið hafnað á grundvelli á svo-
nefndrar Dyflinnarreglu, sem kveður á um að flótta maður eigi víst
hæli í fyrsta landi sem hann/hún kemur til innan Evrópu.
Hér á landi hafa mörg hælisleitendamál vakið mikla fjölmiðlaat-
hygli, þar á meðal mál einstaklinga sem hafa sætt ofsóknum og
pyntingum í heimalandi sínu en fá ekki hæli hér, ýmist á grundvelli
Dyflinnarreglunnar eða vegna þess að upprunalandið flokkast ekki
lengur sem stríðssvæði eða, stríði er lokið, líkt og í Afganistan. Beit -
ing Dyflinnarreglunnar hefur verið afar umdeild og telja gagn -
rýnendur yfirvöld oftúlka hana og þar með skjóta sér undan ábyrgð
á móttöku og umsjón flóttamanna. yfirvöld hafa ítrekað beitt mikilli
hörku við brottvísun hælisleitenda, m.a. beitt handtökum að nætur-
lagi og virt að vettugi friðhelgi guðshúsa þar sem hælisleitendur
hafa fengið skjól. Almenningur hefur svarað með andófi og beitt
yfirvöld þrýstingi, m.a. sent bænaskrár með þúsundum undirskrifta
til dómsmálaráðherra sem fer með æðsta vald í málaflokknum.
Árangurinn er misjafn. Sum mál hafa fengið jákvæðan endi, þar á
meðal mál afganskra mæðgna sem nýverið fengu flóttamannastöðu
eftir áralangar hrakningar. Önnur ekki, þ.á m. nýlegt mál samkyn-
hneigðs manns frá Íran sem verið hafði á Íslandi í nokkur misseri og
átti orðið unnusta hér. Hann hafði þolað ofsóknir í heimalandinu og
búið við skelfilegar aðstæður í flóttamannabúðum, fékk ekki hæli
og var sendur burt allslaus. yfirvöld voru réttilega ásökuð um skort
á mannúð. Engin leið er að vita hver verða afdrif fólks, sem vísað er
á brott, þegar Íslandi sleppir.
álitamál — sagan og samtíminn 39
46 Tölfræði hælismála, Útlendingastofnun 2015 og 2016. Vef. http://utl.is/
files/Tlfri_yfirlit_2015.pdf (niðurstöður mála eftir þjóðerni 2015); http://
utl.is/files/Tlfri_hlismla_2016.pdf (niðurstöður mála eftir þjóðerni 2016), sótt
28. apríl 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 39