Saga - 2017, Side 42
Í mótmælum og andófi gagnvart flóttafólkinu, sem langflest
flúði stríðshörmungar og/eða ofsóknir í heimalandi sínu, hefur
borið mikið á kynþáttafordómum, hræðslu og fyrirlitningu gagn -
vart múslimum — íslamófóbíu — en meirihluti flóttafólksins er
múslimar. Rétt er að undirstrika að í hinu pólitíska andrúmslofti
sem ríkt hefur á Vesturlöndum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11.
september 2001, og annara árása sem fylgt hafa í kjölfarið, hefur
íslamófóbía tröllriðið bæði umræðu og aðgerðum í alþjóðapólitík
þar sem Vesturveldin og fyrrverandi og núverandi heimsveldi og
heimsvaldasinnar fara mikinn. Núverandi Bandaríkjaforseti fer þar
núna fremstur í flokki. Búið er að djöflavæða (demonísera, e. demon-
ise) múslima og setja þá alla (1.6 milljarða) undir hatt hryðjuverka-
manna, um leið og trúarbrögð þeirra eru útmáluð sem afturhalds-
söm og full af kvenfyrirlitingu. Þessi djöflavæðing hefur virk að sem
olía á eld öfgasamtaka á borð við Daesh/Isis, sem hafa svo aftur átt
stóran þátt í því upplausnar- og stríðsástandi sem geisar í heimaríki
flóttafólksins. Allir nema þeir sem hryðjuverkin fremja óttast hryðju-
verk. Þau hlífa engum og vinna gegn öllum, ekki síst hagsmunum
múslima sem búa í kristnum ríkjum, hvort heldur í Evrópu eða ann-
ars staðar. Djöflavæðing og hvers konar útskúfun einstakra þjóð -
félagshópa er ekki lausn heldur býður átökum heim.
Heildarhlutfall múslima í Evrópu er um 6% og þeir eru fjöl-
mennastir í Frakklandi og Þýskalandi, tæpar fimm milljónir í hvoru
landi. Mest andstaða gagnvart þeim er hins vegar í löndum sem
hafa borið hitann og þungann af straumi flóttafólks, þ.e. Ítalíu,
Grikk landi og Spáni, og ennfremur í löndum þar sem nánast enga
múslima er að finna eins og Ungverjalandi og Póllandi.47 Þótt mús-
limar séu afar fámennir á Íslandi er íslamófóbía og hatursorð í garð
múslima því miður hluti af almennri orðræðu og hefur ECRI, nefnd
Evrópuráðsins um kynþáttafordóma og umburðarleysi, lýst áhyggj-
um af aukinni hatursorðræðu hér á landi í garð minnihlutahópa.48
álitamál — sagan og samtíminn40
47 „5 facts about the Muslim population in Europe“, Pew Research Center. Sjá Vef.
http://www.pewresearch.org/fact-tank/2016/07/19/5-facts-about-the-mus-
lim-population-in-europe/, sótt 28. apríl 2017.
48 ECRI Report in Iceland (fifth monitoring cycle). The European Commission aga-
inst Racism and Intolerance (Strasbourg, 2017). (Skýrsla nefndar Evrópuráðs -
ins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi). Vef. http://www.coe.int/t/
dghl/monitoring/ecri/Country-by-country/Iceland/ISL-CbC-V-2017-003-
ENG.pdf, sótt 28. apríl 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 40