Saga - 2017, Síða 49
Ráðagerðir um Grænland
Frá tímum Eiríks rauða og fram á 15. öld var Grænland byggt nor-
rænum mönnum. Ekki er ljóst hvers vegna sú byggð lagðist af en
ýmsar kenningar hafa þó verið settar fram um þá ráðgátu.10 Í kjöl -
farið minnkaði vitneskja Dana um Grænland og þegar leið á 17. öld-
ina var lítið sem ekkert vitað í Danmörku um þetta forna skattland
Noregs. Áhuga á að endurvekja byggð norrænna manna virðist
mega rekja til skrifa tveggja Íslendinga, þeirra Þormóðar Torfasonar
og Arngríms Vídalíns.11 Þormóður Torfason var sagnaritari og forn -
fræðingur konungs en bjó í Björgvin í Noregi.12 Árið 1683 lagði hann
til að leit yrði gerð að Grænlandi frá Íslandi og það fundið aftur.13
Þormóður skrifaði ritið Gronlandia antiqua sem kom út í kaup -
manna höfn árið 1706.14 Arngrímur Vídalín, rektor í Nakskov í Dan -
mörku, skrifaði einnig rit um Grænland og lagði hann til að kon-
ungur sendi 500 fjölskyldur til Grænlands í því skyni að setjast þar
að. Einnig mælti Arngrímur með trúboði á Grænlandi en bjóst þó
ekki við að finna neina afkomendur norrænna manna þar. Arn -
grímur bauðst til að sigla þangað sjálfur og lét af rektorsstörfum til
þess að undirbúa ferðina. Hann hafði fengið samþykki dönsku
stjórnar innar til fararinnar og var langt kominn í undirbúningi er
hann lést óvænt, þann 8. febrúar 1704, og varð ekkert úr þeirri ferð.15
Norski presturinn Hans Egede heyrði af þessum ráðagerðum á
námsárum sínum í kaupmannahöfn 1704−1705. Ólíkt Arngrími var
Egede sannfærður um að finna mætti afkomendur norrænna manna
á Grænlandi og leit á það sem köllun sína að færa þeim kristindóm-
inn á ný. Árið 1711 sendi hann konungi fyrstu tillögu sína um
trúboð á Grænlandi og eftir ítrekuð bréf fékk hann loks leyfi til farar
árið 1721, að afloknum Norðurlandaófriðnum mikla. Á sama tíma
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 47
10 Guðmundur J. Guðmundsson greinir t.d. frá ýmsum kenningum um eyðingu
byggðar norrænna manna á Grænlandi, í riti sínu Á hjara veraldar. Saga nor -
rænna manna á Grænlandi (Reykjavík: Sögufélag 2005).
11 Finn Gad, Grønlands Historie II (københavn: Nyt nordisk forlag 1969), bls. 6.
12 Íslenskar æviskrár. Frá landnámstímum til ársloka 1940 V. Tínt hefir saman Páll
Eggert Ólason (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1952), bls. 190–191.
13 kristján Sveinsson, „Viðhorf Íslendinga til Grænlands“, Saga XXXII (1994),
bls.163; Hannes Þorsteinsson, „Grænlandsþættir m. fl.“, Blanda. Fróðleikur gamall
og nýr V (Reykjavík: Sögufélag 1932–35), bls. 193.
14 Íslenskar æviskrár. Frá landnámstímum til ársloka 1940 V, bls. 191.
15 Gad, Grønlands Historie II, bls. 6–10.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 47