Saga - 2017, Page 52
enn staddur á Bessastöðum þann 8. júlí og hélt síðan til Alþingis, og
þann 11. sama mánaðar hófust bréfaskriftir hans á ný frá Öxará. Það
er hins vegar ekki fyrr en þann 23. júlí sem greina má fyrstu merki um
vitneskju hans um Grænlandsmálið en þá ritaði hann sjö sýslumönn-
um ítarlegt bréf um það. Í bréfabók amtmanns má finna uppkast að
bréfi Furhmanns til sýslumannanna sjö.23 Svæðið sem Fuhrmann
beindi sjónum sínum að teygði sig frá Rangárvallasýslu og vestur að
Snæfellsnesi. Til stóð að senda skip að ári liðnu á hentuga höfn, sem
lægi miðsvæðis, og höfðu menn augastað á Hólminum (Reykjavík)
eða Hafnarfirði. Þaðan skyldi flytja fólkið ásamt bústofni og öðrum
farangri yfir til Grænlands. En fyrst þurfti að finna fólkið.
Auk bréfauppkasta hafa bréf Fuhrmanns til Niels kiers, sýslu-
manns kjósarsýslu, og íbúa Gullbringusýslu varðveist. Í bréfunum
er kveðið jafnvel enn fastar að orði en í uppkastinu og lýsingin á
Grænlandi orðin fegurri og nákvæmari.24 Fuhrmann sendi íbúum
Gullbringusýslu sjálfur bréf og hvatti þá eindregið til að bjóða sig
fram og taka tilboði konungs. Sjálfur var amtmaður búsettur á kon-
ungsgarðinum Bessastöðum og lá ekki á skoðunum sínum er hann
sagði Ísland uppfullt af húsmönnum, lausamönnum og öðru viðlíka
fólki sem væri ekki einungis ónauðsynlegt heldur leiddi landið til
glötunar og ætti það fremur að gera sjálfu sér og konungi eitthvert
gagn með því að verða að liði í þessu máli. Fuhrmann lagði áherslu
á að með innlimun Grænlands í danska konungsríkið yrðu skipa-
samgöngur jafntíðar til Grænlands og til Íslands. Ásamt nautgrip -
um, kúm og sauðfé höfðu hestar nú bæst í meðgjöfina frá konungi.
Amtmaður lýsti líkt og áður gæðum landsins en hér bættist við
lýsing á háum birkiskógum, einiberjarunnum, hreindýrum, hérum,
rjúpum, hvers kyns sjófuglum og laxi í vötnum, og á vetrarvertíð -
inni í febrúar-mars megi finna stóra þorska. Á Grænlandi megi
finna mý sem gefi til kynna að silungur sé í vötnum sem hægt sé að
veiða, líkt og þekkist til dæmis á Mývatni og í Þingvallavatni.
Amtmaður gaf í skyn að skilyrði til húsagerðar væru jafnvel enn
betri á Grænlandi en á Íslandi og bæru hrundir húsa- og kirkna-
veggir þess merki. Amtmaður nefndi ekki hvaðan hann hefði þessar
upplýsingar um Grænland en aðeins að þetta kæmi fram í ritum
sem nýlega hefðu verið útgefin í kaupmannahöfn.25 Íslendingum
kristrún halla helgadóttir50
23 ÞÍ. Amt. I. 5. bd. — Bréfabækur amtmanna 1718–1769, bls. 230–232.
24 Sama heimild.
25 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730. Ýmis rit voru til á þess
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 50