Saga - 2017, Page 53
stóð til boða að fá veiðarfæri, báta, tunnur og timbur til húsbygg -
inga.26 Þetta var vissulega kostaboð fyrir allslausan almenning á
Íslandi og amtmaður trúði ekki öðru en að fólk fylkti sér um þetta
og byði sig fram til farar.
Fuhrmann óskaði eftir greinargerð um málið frá sýslumönnum
áður en skipin legðu úr höfn til kaupmannahafnar haustið 1729, því
ráðgert var að hinir nýju landnemar yrðu sóttir vorið 1730. Í greinar-
gerðinni skyldi koma fram hverjir ætluðu að fara, hversu margir og
hvaða nauðsynjar fólk hygðist nýta sér af þeim sem boðið var upp á.
Amtmaður sagðist ekki taka til greina neinar af sakanir sem hindr að
gætu framgang málsins.27 Fuhrmann ritaði tvö bréf til kaupmanna -
hafnar þann 13. ágúst 1729, annað til stiftamtmanns og hitt til Græn -
landsnefndarinnar. Hann staðfesti móttöku tilskipunar konungs um
tilboð til handa Íslendingum um flutning til Græn lands og sagðist
eiga von á sendingum frá sýslumönnum sem hann hygðist senda
tímanlega út. Fuhrmann til kynnti fulltrúum Græn landsnefndarinnar
að hann hefði kynnt fyrir ætlan konungs á árlegu landsþingi Íslend -
inga þar sem fulltrúar landsmanna kæmu saman. Hann sagði landið
víðáttumikið og því hefði hann beint sjónum sínum að þeim átta
sýslum sem næst honum lægju svo það næðist fyrir haustið. Hann
fullvissaði þá um að hann myndi senda tillögur sínar með haustskip-
unum sem færu frá Eyrarbakka, Stykkishólmi og Búðum. Í bréfinu
til Grænlands nefndar innar bætti Fuhrmann því jafnframt við að til
þess að hann næði að uppfylla skyldur sínar í málinu þyrfti hann að
beita eins miklum hótunum og mögulegt væri.28
Héraðsþing
Sýslumenn höfðu nauman tíma til stefnu en þeir urðu að boða til
héraðsþinga, kynna tilboð konungs fyrir almenningi, finna fólk sem
vildi flytja til Grænlands, skrá það á lista, ásamt greinargerð yfir þær
nauðsynjar sem fólkið óskaði eftir að þiggja, og að lokum senda öll
gögn til amtmanns. Allt þurfti þetta að vera klárt áður en síðustu
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 51
um tíma sem geymdu lýsingar á Grænlandi, sjá Lbs.-Hbs. Þorfinnur Skúlason,
Loðnir lófar og loðinn Björn. Sagan af Parmes Loðinbirni í menningarsögulegu
samhengi 18. aldar. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum bókmenntum við Há skóla
Íslands 2004.
26 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 23.7.1729.
27 Sama heimild.
28 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 13.8.1729.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 51