Saga - 2017, Blaðsíða 54
skip legðu úr höfn frá Íslandi í september sama ár og berast Græn -
landsnefndinni. Ekki er ljóst hvers vegna flýtirinn var svona mikill
en konungur tók þessa ákvörðun sem undirmönnum hans bar að
hlýða. Almennt brugðust sýslumenn skjótt við og héldu héraðsþing
eins fljótt og kostur var. Varðveist hafa skjöl sem greina frá héraðs -
þingunum. Þar er þinghaldi lýst og greint frá því hverjir buðu sig
fram til farar. Undir hvert héraðsþing rituðu átta þingvitni og vott -
uðu að rétt væri sagt frá. Einnig fylgdi undirritun sýslumanns og
innsigli.
Sýslumenn gengu misjafnlega fram á þessum þingum. Á meðan
sumir beittu hótunum sáu aðrir aumur á sveitungum sínum. Niels
kier, sýslumaður kjósarsýslu, var ósáttur við dræmar undirtektir
íbúa sýslunnar. Taldi hann undirsáta sína eiga að sýna hlýðni og
þakklæti gagnvart konungi sínum og koma honum til aðstoðar.
Hann varaði fólk við því að hafna tilboði konungs, sagðist að vísu
ekki hafa vald til að þvinga það til farar en gaf í skyn að hann legði
slíka ákvörðun í hendur æðri valdhafa.29 Greina má annan tón hjá
Steindóri Helgasyni, sýslumanni Hnappadalssýslu. Þar voru engar
hótanir viðhafðar heldur gætti fremur umhyggju í garð fólks. Stein -
dór hafði ennfremur áhyggjur af þeim sem boðið höfðu sig fram til
farar, því fólkið yfirgæfi ábýlisjarðir sínar við næstu fardaga og hefði
þá ekki í örugg hús að venda þangað til það héldi til Grænlands.30
Sigurður Sigurðsson eldri, sýslumaður í Árnessýslu, var fremur
auðmjúkur gagnvart amtmanni og bauðst til að útbúa lista yfir enn
fleiri einstaklinga en þá sem boðið höfðu sig fram til farar og þar
með að þvinga fólkið til flutninga.31 Nikulás Magnús son, sýslu -
mað ur Rangárvallasýslu, tók saman óvenjunákvæman lista yfir þá
sem vildu flytja til Grænlands þar sem fram kom, auk nafns og
aldurs þeirra, hvort þeir væru lesandi eða skrifandi, búandi, góðir
verkmenn og þess háttar. Fuhrmann hafði óskað eftir slíkum
listum frá sýslumönnum með nöfnum og aldri þeirra sem vildu
flytja til Grænlands.32 Ekki gat Fuhrmann þess þó að tiltaka skyldi
lestrar- og skriftarkunnáttu væntanlegra landnema.33 Með listun-
kristrún halla helgadóttir52
29 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 18.8.1729.
30 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 1.9.1729.
31 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 24.8.1729.
32 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 7.9.1729.
33 Af þeim tólf mönnum sem nefndir voru á listanum voru sjö lesandi og einn til
viðbótar var stúdent. Einungis tveir reyndust ólæsir og einn lítt lesandi; lestrar
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 52