Saga - 2017, Page 56
og er þá orðinn mjög aumur yfir skömmum amtmanns sem hann
reynir að verjast, í löngu máli, í bréfi til amtmanns þann 15. sept-
ember.39
Ástæðan fyrir skömmum og reiði Fuhrmanns stafaði ekki ein-
vörðungu af því hversu seint bréf bárust frá Snæfellsnesi heldur ef
til vill fremur viðbrögð Jóhanns Gottorps, sem í þessu máli sýndi
ekki af sér skilyrðislausa hlýðni gagnvart yfirboðara sínum. Í
fyrsta bréfi Gottorps, frá 15. ágúst, lýsti hann þinghaldi á Ingjalds -
hóli og Staðar bakka og var niðurstaðan sú að enginn bauð sig fram
til farar að svo stöddu. Héraðsþingið á Ingjaldshóli var fámennt,
að sögn Gottorps, þótt svæðið á útnesjum Snæfellsness væri eitt-
hvert hið þéttbýlasta á landinu. Ástæðan var sú að fáir karlmenn
voru heima við á þessum árstíma þegar ekki var vertíð því þeir
voru í öðrum sveitum og jafnvel öðrum landsfjórðungum í kaupa-
vinnu. Gottorp bauðst til þess að ræða við þá er þeir kæmu til baka
um haustið en taldi slíka afgreiðslu ekki nást fyrir síðustu skipa-
siglingar af land inu. Í máli Jóhanns Gottorps kom fram að flestar
jarðir á Snæfells nesi væru í eigu konungs. Í sýslunni voru búðar-
og hjáleigubændur á jörðum konungs og taldi Gottorp ekki heppi-
legt að missa þá til Grænlands þar sem þeir gættu jarða konungs.
Ekki var hægt að fá menn úr öðrum sýslum í staðinn því þeir
þekktu ekki jafn vel til sjóróðra og íbúar þessa héraðs, en fiskurinn
var dönskum kaupmönnum mikilvægur. Íbúar Breiðavíkurhrepps,
með fulltingi sóknar prests síns, sáu ýmsa annmarka á flutningum
til Grænlands. Töldu íbúarnir nauð synlegt að senda túlk með til
Grænlands og jafnvel nokkurs konar umsjónarmann, sem skildi
bæði tungumál þeirra og hinna sem þar bjuggu, og einnig þyrftu
þeir góðan og guðhræddan sálusorgara. Ennfremur var óskað eftir
manni sem hefði yfirumsjón með kirkju- og húsabyggingum í nýju
landi og sæi um að útdeila jörðum til nýrra landnema. Hér voru
komin fram ýmis skilyrði fyrir því að gengið yrði að tilboði kon-
ungs.40
Niðurstaða héraðsþingsins á Staðarbakka í Helgafellssveit var
sú að biðja um frest til haustþings svo menn gætu farið heim og
ráð fært sig við eiginkonur, börn og aðra heimilismenn. Þannig vildi
sýslumaður koma í veg fyrir að menn lofuðu upp í ermina á sér,
mættu fyrirstöðu heima fyrir og gætu síðan ekki staðið við loforð
kristrún halla helgadóttir54
39 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 15.9.1729.
40 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 15.8.1729.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 54