Saga - 2017, Page 58
á listanum.44 Listinn lýsir kunnáttu þessa fólks í að fiska, nota járn,
smíða, reisa hús og fleira. Fuhrmann hafði þó þann fyrirvara á að
breytingar gætu átt sér stað ef dauðsföll yrðu eða annað óvænt
kæmi upp á fram að brottför. Þá mætti finna fólk á Snæfellsnesi því
engar tilnefningar hefðu komið þaðan. Hér skaut Fuhrmann á Jó -
hann Gottorp, líkt og hann hafði hótað í bréfi til hans. Þrátt fyrir list-
ann sem sendur var frá Snæfellsnesi lætur Fuhrmann eins og hann
sé ekki til. Fuhrmann greindi frá því hversu erfitt væri fyrir hann að
sannfæra fólk og fá það til að þiggja tilboðið. Vildi hann meina að
sumir hefðu af illum ásetningi unnið gegn málinu með því að dreifa
alls kyns sögum og kvittum.45
Fuhrmann viðraði þá hugmynd við dönsk stjórnvöld að heppi-
legt væri að senda íslenskan prest til Grænlands, mann sem fólkið
skildi, og nauðsynlegt væri að kaupa guðsorðabækur og íslenska
biblíu fólkinu til styrkingar innan um heiðingjana. Stakk hann upp
á að reynt yrði að finna prest meðal íslenskra stúdenta í kaup -
manna höfn. Einnig nefndi Fuhrmann að almenningur hefði óskað
eftir íslenskum manni sem væri eins konar yfirvald og sæi um að
úthluta jörðum og þeirri meðgjöf sem konungur sendi með þeim.
Með fylgdi listi yfir þær nauðsynjar sem hver og einn þurfti til að
hefja líf í nýju landi. Hér er að finna ómetanlega heimild um hvern
einasta hlut, stóran og smáan, sem þarf til að koma upp búi. Einnig
er talinn upp sá matur sem þarf til að lifa af fyrst um sinn. Fram
kemur hvað hver og einn karlmaður, kvenmaður, vinnumaður,
vinnukona, drengur eða stúlka þarf í mat, klæðnað og sængur -
klæðnað. Talið er upp hvaða efnivið þarf til að reisa bóndabæ, smiðju
og bát, hvaða verkfæri menn þurfa að eiga og klæðnað til að róa til
fiskjar ásamt ótalmörgu öðru.46
Skráning manntals
Tíminn var naumur og Fuhrmann áttaði sig á því að hann var að
renna honum úr greipum. Hann var undir miklum þrýstingi að
bregðast ekki skyldu sinni gagnvart stiftamtmanni sem var undir
kristrún halla helgadóttir56
44 ÞÍ. Amt. I. 5. bd. — Bréfabækur amtmanna 1718–1769, bls. 288–294. (Bréfa -
pakk ann sjálfan má svo finna í skjalasafni stiftamtmanns, sjá ÞÍ. Stiftamt. III nr.
69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 19.9.1729).
45 Sama heimild, sama stað.
46 Sama heimild, bls. 304–312.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 56