Saga - 2017, Blaðsíða 60
í orðum Fuhrmanns þegar hann furðar sig á því að hafa ekkert heyrt
frá Gottorp, ekki einu sinni að hann hafi móttekið bréfið. Fuhrmann
lagði til við Gottorp að skrá sérhvern bæ eftir jarðabókinni án þess
að tilgreina hana nánar. Bréfið til Gottorps er samhljóða fyrirmæl-
unum fyrir Gullbringusýslu nema að hér eru búðarmenn og laus-
gangarar einnig taldir upp auk þess sem fiskipláss koma við sögu.
Ekki er ósennilegt að Fuhrmann hafi einkum beint sjónum sínum að
þeim hópum, ásamt lausamönnum og húsmönnum, enda taldi
hann slíka menn leiða landið í glötun eins og fram kom í bréfi hans
til íbúa Gullbringusýslu.
Fuhrmann sá fyrir sér að konungur gæti áttað sig á fjölda og
samsetningu íbúa, á sama hátt og tíðkaðist annars staðar í konungs-
ríkinu og í öðrum löndum, og gripið til ráðstafana varðandi flutn-
ingana til Grænlands ef þurfa þætti og jafnvel beitt þvingunum. Að
mati Fuhrmanns voru allir þegnar konungs skyldugir að lúta vilja
hans og verða honum að liði í þessu máli. Sennilega hefur Fuhr -
mann hér haft í huga að árið áður höfðu dönsk stjórnvöld sent fanga
og stúlkur af fátækrahælum til Grænlands. Fuhrmann ítrekaði enn-
fremur fyrirmæli sín frá 16. ágúst um lista yfir þá sem vildu flytja til
Grænlands frá Snæfellsnessýslu og að slíkt mætti senda sér með
hraðsendingu.48 Þessi manntalsskráning kom því engan veginn í
staðinn fyrir hana heldur var hún hugsuð sem annar möguleiki fyrir
konung til að velja úr ef honum þóknaðist.
Af bréfasendingum Niels Fuhrmanns að dæma er ljóst að hann
hefur sent átta sýslumönnum fyrirmæli um skráningu manntals.
Nær það yfir Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Gullbringusýslu, kjósar -
sýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Hnappadalssýslu og Snæfells -
nessýslu. Aðeins þrjú manntöl voru sannanlega skráð og hafa varð -
veist og þá vaknar spurningin hvort hinir sýslumennirnir hafi ekki
hlýtt fyrirmælum Fuhrmanns. Niels kier var nágranni Niels Fuhr -
manns, bjó að Görðum á Álftanesi skammt frá Bessastöðum, og
gekk hart fram á héraðsþingum að fá fólk til að skrá sig til brottfarar.
Það er ekki ósennilegt að kier hafi látið skrá manntal í kjósarsýslu
og má einnig telja líklegt að manntal hafi verið skráð í sýslu amt-
manns, Gullbringusýslu. Ekki er að finna nein gögn um skráningu
manntals í Mýrasýslu hjá Sigurði Sigurðssyni yngri, sýslumanni, en
þess má geta að bróðir hans, Sigurður Sigurðsson eldri, skráði afar
nákvæmt manntal fyrir Árnessýslu. Um manntöl skráð í Borgar -
kristrún halla helgadóttir58
48 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 23.8.1729.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 58