Saga - 2017, Page 61
fjarðarsýslu eða Snæfellsnessýslu er ekkert vitað heldur. Telja má þó
ósennilegt að manntal hafi verið skráð í Snæfellnessýslu því Gottorp
sagðist ekki hafa fengið nein fyrirmæli frá dönskum yfirvöldum um
að þvinga fólk til að flytja þaðan til Grænlands.49
Eftirmál manntalsins 1729
Manntölin komu ekki að þeim notum sem Fuhrmann hafði séð fyrir
sér. Og skipin birtust ekki um vorið að sækja fólkið eins og talað
hafði verið um og rakið er í Hvammsannál: „Ei kom neitt skip að
taka það niðurskrifaða Grænlandsfólk, heldur eitt kongsbréf.“50 Það
var önnur og óvænt atburðarás sem tók við árið 1730. Þann 25. maí
1730 ritaði Gyldencrone stiftamtmaður bréf til Niels Fuhrmanns
amtmanns, Christian Luxdorphs landfógeta og Sigurðar Sigurðs -
sonar eldri, sýslumanns í Árnessýslu. Í bréfinu kemur fram að
Gyldencrone hafi fengið skipun frá konungi þremur dögum áður,
þess efnis að fela amtmanni það hlutverk að velja tólf fjölskyldur af
þeim lista sem hann hafði tekið saman síðastliðið haust yfir þá sem
vildu fara til Grænlands af fúsum og frjálsum vilja. Það sem vekur
strax athygli er að enn leggur konungur áherslu á að fólk bjóði sig
fram af fúsum og frjálsum vilja og er sérstaklega tekið fram „dog at
ingen der til tvinges“.51 konungur beinlínis bannaði alla nauðung í
þessu máli. Einnig hefur sú breyting átt sér stað að fjölskyldunum,
sem senda átti, hefur fækkað úr 40−50 í tólf. konungur óskaði eftir
því að þessi fyrirmæli yrðu kunngjörð á Alþingi um sumarið.52
Samkvæmt þessum nýju fyrirmælum vænti stiftamtmaður þess að
fá með haustskipunum greinargerð um þá sem ætluðu að fara og
þær nauðsynjar sem þurfti að útvega. Þar með var búið að fresta för
væntanlegra landnema um eitt ár, allt til ársins 1731.53
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 59
49 Sama heimild
50 Þórður Þórðarson, „Hvammsannáll 1707–1738“, Annálar 1400–1800 II (Reykja -
vík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1927–1932), bls. 704.
51 ÞÍ. Stiftamt. I nr. 8 — Bréfabækur stiftamtmanna 1720–1803, bls. 142–145.
52 Alþingisbækur Íslands XI (Reykjavík: Sögufélag 1969), bls. 588–589; Lovsamling
for Island II. Samlet og udgivet af Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson
(kaupmannahöfn: Höst 1853), bls. 116–118. (Reskript til Stiftbefalingsmand
Gyldencrone, ang. Grönlands colonisation med islandske Familier. Fredens -
borg 22/5/ 1730).
53 ÞÍ. Stiftamt. I nr. 8 — Bréfabækur stiftamtmanna 1720–1803, bls. 142–145.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 59