Saga - 2017, Page 63
Grænlands, er ritað á spássíu hvenær stiftamtmaður fékk hann í
hendur en það reyndist vera þann 15. nóvember sama ár. Listinn var
ætlaður Grænlandsnefndinni og það vekur athygli að nefndin fékk
hann ekki í hendur fyrr en þann 8. mars 1730 með bréfi stiftamt-
manns þar sem hann nefndi áhyggjur tveggja sýslumanna yfir fjöld-
anum sem senda átti frá Íslandi til Grænlands. Það leikur því vart
vafi á að stiftamtmaður tók orð sýslumannanna tveggja alvarlega og
lagði málið í hendur Grænlandsnefndarinnar á sama tíma og nefnd-
in fékk listann yfir þá 172 einstaklinga sem buðu sig fram til farar.
Bréf Friðriks IV. konungs, frá 22. maí 1730, var lesið upp á Al -
þingi um sumarið. Þar tilkynnti konungur að næstkomandi vor
stefni hann að því að senda tólf fjölskyldur til Grænlands sem þang -
að vilji flytja af fúsum og frjálsum vilja. Skal fólkið vera tilbúið í
apríl árið 1731, er skip kemur að sækja það á einni ákveðinni höfn,
ásamt húsdýrum, fóðri fyrir dýrin, fatnaði og matvælum til að lifa á
í allt að eitt og hálft ár. Miðað var við að sex fjölskyldur tækju sér
bólfestu í Góðrarvonar-nýlendu og aðrar sex í Nepesine-nýlendu og
fengju til þess nauðsynlegt byggingarefni. Í bréfi sínu lagði konung-
ur áherslu á að hann vildi alls ekki að þvingunum væri beitt í mál-
inu. Fuhrmann amtmaður og þeir Luxdorph landfógeti og Sig urð -
ur Sigurðsson eldri, sýslumaður í Árnessýslu, áttu í sameiningu að
finna þær tólf fjölskyldur sem mestan áhuga hefðu á að flytja til
Grænlands og skyldu þeir þrír einnig meta hversu mikið þyrfti að
kaupa inn af nauðsynjum og annast þau innkaup sjálfir. konungur
óskaði eftir nákvæmri skráningu á þeim sem reiðubúnir voru að
flytja til Grænlands ásamt lista yfir þær nauðsynjar sem fólkið þyrfti
með sér til að hefja líf í nýju landi og senda ætti með vorskipunum
árið 1731 til Íslands.57
Eftir að amtmaður hafði kunngjört bréf konungs á Alþingi sendi
hann, ásamt þeim Luxdorph landfógeta og Sigurði Sigurðssyni
eldri, sýslumanni í Árnessýslu, sýslumönnum bréf um málið þann
29. júlí 1730. Þar ítrekaði hann fyrirmæli konungs um að engri
þvingun eða nauðung yrði beitt og skyldi gera almenningi það ljóst
að samþykki byggðist alfarið á vilja hvers og eins. Ganga skyldi úr
skugga um að enginn þeirra sem buðu sig fram til farar á liðnu ári
hefði verið beittur þvingunum.58 Sýslumenn brugðust skjótt við og
héldu héraðsþing í ágúst og september árið 1730. Varðveist hafa
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 61
57 Alþingisbækur Íslands XI, bls. 588–589.
58 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 29.7.1730.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 61